Nú er komið að seinni örráðstefnu BIM Ísland um CCI flokkunarkerfið. Nú munum við sjá dæmi um það hvernig kerfið hefur verið nýtt í ýmsum verkefnum.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Simon Fredenslund, IKT-Koordinator hjá Aarhus Universitet segir okkur frá því hvernig CCS er notað í fasteignaumsjónkerfi þar sem haldið er utan um ýmis tæknikerfi.

Troels Hoff, Senior Specialist Manager – Head of BIM hjá Rambøll í Danmörku mun fjalla um hvernig Rambøll nýta sér flokkunarkerfi og verkfæri fyrir flokkun.

Kristian Mouridsen – VDC-Coordinator & ICT-Leader, NCC i Danmark fjallar um hvernig flokkunarkerfi eru nýtt í verkefnum NCC.

Hlekkur á skráningu

Hlekkur á ZOOM fund