BIM Ísland – Stefna og markmið
Stjórn BIM Ísland hefur sett innleiðingarverkefninu eftirfarandi stefnu og markmið:
• að innleiða notkun samhæfðra upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur opinberra mannvirkja á Íslandi til að auka gæði hönnunar og nákvæmni upplýsinga um mannvirkið og ná með því fram lægri byggingar- og rekstrarkostnaði.
• að innan fárra ára verði það meginregla að nota BIM við byggingu allra stærri opinberra mannvirkja á Íslandi. Á sama hátt munu aðrir framkvæmdaaðilar hvattir til að taka þessa aðferðafræði upp í auknum mæli.
BIM Ísland gerir ráð fyrir að skilakröfum á upplýsingalíkönum verði stillt í hóf í upphafi en kröfurnar auknar jafnt og þétt eftir því sem reynslan eykst.
Stjórnin taldi mikilvægt að til væri almennt aðgengilegt rit á íslensku um BIM aðferðafræðina og því var ákveðið að láta þýða þýska bók um þetta efni. Í henni er gefin innsýn í aðferðafræðina og sýnt hvernig upplýsingalíkanið er byggt upp í mismunandi forritum. Bókina má nálgast hér á vefnum.

Leggðu hönd á plóginn
Aðild að BIM Ísland veitir aðgang að:
- Öflugu tengslaneti fagaðila á Íslandi
- Samræmdum leiðbeiningum við að reka og stjórna BIM verkefnum
- Staðfærðum vinnuaðferðum sem henta á íslenskum byggingarmakaði
- Ráðstefnum og faghópum um BIM
Aðildagjöld 2019
Einyrkjaaðild | 25.000 |
Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn | 75.000 |
Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn | 150.000 |
Styrktaraðild | 300.000 |
Hverjir eru með puttann á púlsinum?
BIM Ísland er alltaf tilbúið að koma og ræða hvernig þið getið tekið fyrsta BIM skrefið…
Stjórn BIM Ísland
Formaður
Davíð Friðgeirsson, Verkís verkfræðistofa, df@verkis.is
Varaformaður
Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa, hjortur@vsb.is
Gjaldkeri
Hannes Ellert Reynisson, EFLA, hannes.reynisson@efla.is
Aðrir stjórnarmenn
Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak, inga@istak.is
Hjörtur Pálsson, T.ark, hjortur@tark.is
Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia, ingi.asbjarnarson@isavia.is
Haraldur Arnórsson, ÍAV, ha@iav.is
Guðmundur Möller, FSR, gudmundur.m@fsr.is
Jóhann Örn Guðmundsson, Optimum, johann@optimum.is
Samskipti eru okkur mikilvæg
Til að gera okkur enn sýnilegri þá erum við líka á helstu samskiptamiðlunum.
BIM Ísland á Facebook
BIM Ísland kemur á móts við nýja tíma. Frá 2008 hefur BIM Ísland reynt að tengjast áhugasömum BIMurum í gegnum samfélagsmiðla.
BIM Ísland á LinkedIn
Endilega tengist okkur á Linkdin