Um BIM Ísland

BIM Ísland – Stefna og markmið
Stjórn BIM Ísland hefur sett innleiðingarverkefninu eftirfarandi stefnu og markmið:

•    að innleiða notkun samhæfðra upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur opinberra mannvirkja á Íslandi til að auka gæði hönnunar og nákvæmni upplýsinga um mannvirkið og ná með því fram lægri byggingar- og rekstrarkostnaði.

•    að innan fárra ára verði það meginregla að nota BIM við byggingu allra stærri opinberra mannvirkja á Íslandi.  Á sama hátt munu aðrir framkvæmdaaðilar hvattir til að taka þessa aðferðafræði upp í auknum mæli.

BIM Ísland gerir ráð fyrir að skilakröfum á upplýsingalíkönum verði stillt í hóf í upphafi en kröfurnar auknar jafnt og þétt eftir því sem reynslan eykst.

Stjórnin taldi mikilvægt að til væri almennt aðgengilegt rit á íslensku um BIM aðferðafræðina og því var ákveðið að láta þýða þýska bók um þetta efni. Í henni er gefin innsýn í aðferðafræðina og sýnt hvernig upplýsingalíkanið er byggt upp í mismunandi forritum.  Bókina má nálgast hér á vefnum. 

BIM Ísland

Hverjir eru með puttann á púlsinum?

BIM Ísland er alltaf tilbúið að koma og ræða hvernig þið getið tekið fyrsta BIM skrefið…

Haraldur Arnórsson

Haraldur Arnórsson

Framkvæmdastjóri BIM Ísland

Haraldur Arnórsson er byggingafræðingur frá VIA University College í Horsens, Danmörku 2009 og með Cand.Scient.Techn í Upplýsingafræði frá Álaborgarháskóla 2012. Haraldur vann áður hjá InCom IT Group í Danmörku sem BIM sérfræðingur. Frá 1998 til dagsins í dag hefur Haraldur verið viðriðin bæði byggingageirann og hugbúnaðargeirann. Hann hefur því góða yfirsýn hvar hægt er að hagræða með innleiðingu nýrrar aðferðafræði og tækni í byggingageirann.

Senda póst

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

BIM sérfræðingur

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir er byggingafræðingur frá Erhversakademiet Lillebælt (EAL) í Óðinsvéum, Danmörku 2009 og með MSc. í Framkvæmdastjórnun á byggingasviði frá Háskólanum í Reykjavík 2012. Ingibjörg kenndi tækniteiknun vð Tækniskólann 2011-2013. Samhliða námi og kennslu vann hún tímabundið hjá Fasteignum Ríkissjóðs, við gerð upplýsingalíkans (BIM), hjá Verksýn ehf. sem verkefnastjóri og hjá Arkitektúr.is sem byggingafræðingur við gerð upplýsingalíkans. Ingibjörg er í menntanefnd BFÍ.

Senda póst

Stjórn BIM Ísland

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Framkvæmdasýsla ríkisins, stjórnarformaður
Hróðný Njarðardóttir, Orkuveita Reykjavíkur
Hannes Frímann Sigurðsson, Landsbanka Íslands
Rúnar Gunnarsson, Reykjavíkurborg
Árni Jón Sigfússon, Mannvirkjastofnun

Bakhjarlar

Samstarfsaðilar

Mikilvægi góðra bakhjarla

Við innleiðingu á nýrri aðferð/tækni er mikilvægt að hafa gott bakland. BIM Ísland er með virkilega góða bakhjarla sem styðja heilshugar við innleiðingu BIM aðfarðafræðarinnar. Við getum alltaf við okkur blómum bætt og erum stöðugt að leita að nýjum stuðnings aðilium.

Með því að vera bakhjarl BIM Íslands þá gefst ykkur kostur á að vera hluti af geisilega sterku tengslaneti. Ef þitt fyrirtæki eða stofnun hefur áhuga að gerast bakhjarl þá ekki hika við að hafa samband við annað hvort Harald eða Ingibjörgu.

Nýjasti samstarfsaðili BIM Íslands er OPEX

OPEX hefur aðstoðað BIM Ísland með uppsetningu á nýjum vef. OPEX mun einnig vera okkar ráðgjafi við prófanir á ýmiskonar veflausnum sem við komum til með að prófa eins og t.d. BIM netþjóni. Kíkiði endilega á heimasíðuna hjá OPEX og skoðiði hvað þeir hafa uppá að bjóða.

opex

Samskipti eru okkur mikilvæg

 Til að gera okkur enn sýnilegri þá erum við líka á helstu samskiptamiðlunum.

BIM Ísland á Facebook

BIM Ísland kemur á móts við nýja tíma. Frá 2008 hefur BIM Ísland reynt að tengjast áhugasömum BIMurum í gegnum samfélagsmiðla.

FacebookTwitterGoogle+