BIM verkefni á Íslandi

BIM Ísland leitast eftir verkefnum sem BIM hefur spilað einhvern þátt. Það þarf ekki að vera BIM í fullri stærð. Má vera allt milli himins og jarðar. T.d. Hvernig hönnun fór fram með hjálp BIM eða hvernig BIM er notað á verkstað svo eitthvað.

Nýtt fangelsi Hólmsheiði, sýndarásýnd

BIM Ísland hefur skoðað nokkur BIM verkefni sem eru í gangi

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði

Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýtt fangelsi á Hólmsheiði. ÍAV eru verktakar og munu þeir innleiða BIM í þetta verkefni. Þetta er fyrsta verkefnið sem þeir nýta sér íkönin í verkáætlun

MS viðbygging

Boðið hefur verið út viðbygging við mMenntaskólan við Sund. Krafa var gerð um að verktaki tengi BIM líkön við verkáætlun.

FMOS

Lokið er við byggingaframkvæmdir á Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. FMOS var hönnuð eftir BIM aðferðafræðinni og safnaðist mikilvæg reynsla úr því verkefni og mun FSR reyna að miðla þeirri reynslu til áhugrasamra aðila í byggingageiranum.

BIM verkefni hjá nágrönnum okkar

Bretar eru allt annað en áttaviltir

Bretarnir ætla að gera kröfu um level 3 BIM í öllum opinberum verkefnum frá árinu 2016. Hvort það sem það er infrastructur eða byggingaframkvæmd þá verður allt BIM hjá þeim. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig þetta fer hjá þeim.

BIM í Noregi

Noregur hefur verið í farabroddi þegar talað er um BIM innleiðingu. Þeir hafa gert kröfu um opið BIM frá árinu 2007. Á vef þeirra er ógrynni af upplýsingum um BIM og einnig hvernig þeir hafa staðið að BIM innleiðingunni.

Hefur þú fylgst með hvernig nágrönnum okkar gengur í innleiðingu á BIM aðferðafræðinni?

FacebookDeila