Fangelsi Hólmsheiði

Á Hólmsheiði í Reykjavík rýs nýtt fangelsi og eru áætluð verklok í lok árs 2015.  Arkís ehf. hlaut 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni árið 2012 og ÍAV Holding ehf.  sjá um framkvæmd húss og lóðar.  Verkfræðihönnun skiptist á milli Mannvits, Verkís og Verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar. Verkkaupi er innanríkisráðuneytið og verkefnastjóri FSR er Örn Baldursson.

Fangelsið er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi ásamt deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Brúttóflatarmál fangelsisins verður um 3.700 m2.

Hönnun

Hönnun Fangelsisins var BIMuð.

BIM var notað við rýni, samræmingu, og áreksrargreiningu. Þá eru líkönin keyrð saman og athugað hvort byggingarhlutar rekist á. Einnig voru gerðir orkuútreikningar, með greiningu á orkunotkun og innivist, með upplýsingum úr BIM líkönum. Einnig var líkanið notað við LCC útreikninga (vistferliskostnað) og LCC WEB frá StatsBygg í Noregi.

Á hönnunartímabilinu var mikið stuðst við þrívíddarmyndir úr líkönum, sérstaklega þegar fangaklefarnir voru hannaðir. Hönnuðir og verkkaupi hafa sagt frá því að gott var að nota þrívíddarlíkan og myndir til að sýna hvernig hönnunin kæmi til með að lýta út.

Verkefnishandbók var unnin fyrir hönnunina, þar sem tekið er á vistun gagna, skráarheitum, upplýsingastigum og öðrum gögnum sem tengjast hönnuninni og hönnunateyminu. Verkefnið var

Verkleg framkvæmd

Verktaki mun í þessu verkefni tengja verkáætlun og líkön saman. Starfsmaður FSR er staðsettur að hluta á verkstað til að aðstoða verktaka við að innleiða BIM. BIM Ísland er að taka saman reynslu sögu af þessu verkefni sem birtast mun á þessari síðu. 

Rekstur

Ekki hefur verið ákveðið með rekstarkerfi en IFC reyndar líkan mun verða gert að lokinni framkvæmd sem mun svo nýtast við rekstur byggingarinnar.

Helstu magntölur jarðvinna

Gröftur 22.000 m³
Fylling 18.000 m²
Girðing 735 lm
Hitaveitulagnir 3.200 lm
Vatnslagnir 2.200 lm
Jarðstrengir 960 m

Útboð hús og lóð

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á krónur 1.917.407.375.-

þrenn tilboð bárust í verkið og eru eftirfarandi: 

1. Íslenskir Aðalverktakar hf. 
kr. 1.819.963.591.- 94,9% af kostnaðaráætlun

2. Ístak hf. 
kr. 2.045.077.807.-
106,7% af kostnaðaráætlun

3. Jáverk ehf. 
kr. 1.822.496.000.-
95,1% af kostnaðaráætlun

FacebookDeila