Guðlaug á Jaðarsbökkum, Langasandi við Akranes

Ístak sér um byggingu á heitri laug við Langasand sem mun

bera nafnið Guðlaug. Laugin verður á þremur hæðum, þar

sem efsta hæðin er útsýnispallur, önnur hæð heit setlaug,

sturtur og tæknirými og fyrsta hæðin grunn vaðlaug.  

Upphafleg hönnun gerði ráð fyrir staðsteyptu mannvirki,

en var breytt í forsteyptar einingar að ósk verktaka.  

BIM líkan var gert af forsteyptum einingum, sem innihélt

steypu og járnabindingu. Markmiðið var að auðvelda

magntöku á steypu og steyputstyrktarjárnum fyrir framleiðslu

á einingum. Einnig að auðvelda gerð steypumóta og

auka skilning aðila á hönnuninni.  

Áskoranir:  

  • Hver hæð í lauginni myndar þrjár sporöskjur, og því enginn beinn veggur í mannvirkinu 
  • Mótafletir bogadregnir 
  • Hver eining mátti ekki vera of breið eða of löng þar sem flytja þurfti mótin frá Mosfellsbæ til Akraness, í gegnum Hvalfjarðagöng 

 

Ávinningur:  

  • Stafrænir klippi- og beygjulistar af járnabindingu auðveldaði forvinnu og magntöku á járnum  
  • Þrvídd af mannvirkinu jók skilning aðila á verkefninu 
  • Ákvarðanataka um stærðir eininga auðvelduð, þar sem heildarþyngd einingar kemur fram í magntöku.

FacebookDeila