Á þessari síðu má finna ýmsar upplýsingar um BIM aðferðafræðina og önnur tengd efni. Leitast verður eftir því að gera aðgengilegar handbækur og aðrar leiðbeiningar sem eiga að auðvelda aðilum í byggingageiranum að innleiða BIM aðferðafræðina.

Útgefið efni

BIM Ísland hefur tekið saman áhugavert efni sem má nálgast á þessum undirsíðum

Kennslu myndbönd

BIM Ísland ætlar að setja saman nokkur kennslumynbönd þar sem farið er í hvernig nýta má Tekla BIMsight bæði á hönnunarstigi og í framkvæmd. Fyrsta myndbandið er komið hér á síðuna. Það myndband sýnir grunn virkni hugbúnaðarins. Í næstu myndböndum verður sýnt ítarlega hvernig hægt er að nýta sér Tekla BIMsight á hönnunarstigi..

BIM hlekkir

Í gegnum tíðina hafa ógrinni öll af áhugaverðum vefsíðum safnast. Við munum reyna að halda úti lista yfir þessar síður.

BIM leiðbeiningar

Hluti af markmiðum BIM Ísland er að setja upp BIM leiðbeiningar. Drög að nýrri BIM handbók verða klár til niðurhals september.

Samræming

BIM Ísland hefur verið að prófa verkferli sem gerir samræmingu á líkönum skilvikari og auðveldar samskipti milli hönnuða. Þetta verkferli byggir á fríum hugbúnaði og vinnur með opnastaðlinum IFC.

Skýrsla FSR

FSR hefur unnið skýrslu sem tekur púlsinn á þeim hönnuðum sem unnið hafa BIM verkefni á vegum FSR. Þessu skýrslu má nálgast hér.

FacebookDeila