Latest News
My latest ramblings.
Enjoy! I definitely got important things to say
My latest ramblings.
Enjoy! I definitely got important things to say
FMOS BIM líkan
Í nágrannalöndum okkar hefur í vaxandi mæli verið hugað að aðferðum til að minnka líkindi á mistökum í undirbúnings- og hönnunarferlinu. Verulegt skref í þessa átt er innleiðing á upplýsingalíkönum mannvikja, BIM – Building Information Model, og einnig á Íslandi hefur verið unnið að kynningu og innleiðingu á BIM. FSR hefur veitt BIM verkefninu stuðning með ýmsum hætti. Unnið var að því að koma á fót íslenskum vettvangi, BIM Ísland, til að móta íslenska stefnu um hugmyndafræðina og styðja við innleiðingu BIM á Íslandi. Á vef FSR er á öðrum stað gerð grein fyrir upphafi BIM verkefnisins og atburðum, sjá Innlent samstarf. Áhersla FSR hefur verið á að beita hugmyndafræðinni á hagnýtan hátt og vinna að leiðsöguverkefnum sem viðmiðun í innleiðingu BIM í stærri verkefnum. Sérstakur BIM faghópur hjá FSR ásamt forstjóra kemur að þeim stuðningi.
ESB hefur samþykkt lög að auka rými opinberra aðila að krefjast að notast verði við BIM aðferðafræðina í opinberum verkefnum.
Opinberir aðilar eru ekki lengur skyldugir til þess að taka lægsta boðinu. heldur þurfa þeir að skoða LCC eða líftímakostnað byggingarinnar. Sem gæti haft í för með sér verulegan sparnað þar sem 80% af heildarkostnaði byggingar er í rekstrinum.
“For works contracts and design contests, Member States may require the use of specific electronic tools, such as of building information electronic modeling tools or similar.”
Vefurinn BIM Ísland opnar aftur eftir upplyftingu. Strákarnir í OPEX hafa aðstoðað okkur við gerð þessarar síðu og eiga þeir þakkir skilið.