Helstu fréttir

Kennslu myndband – Tekla BIMsight

BIM Ísland ætlar að setja saman nokkur kennslu mynbönd þar sem farið er í hvernig nýta má Tekla BIMsight bæði á hönnunarstigi og í framkvæmd. Fyrsta myndbandið er komið hér á síðuna. Það myndband sýnir grunn virkni hugbúnaðarins. Í næstu myndböndum verður sýnt ítarlega hvernig hægt er að nýta sér Tekla BIMsight á hönnunarstigi.

Ný vefsíða

Nýr vefur BIM Ísland er kominn í loftið. Vefurinn hefur verið uppfærður til þess að mæta breyttum kröfum og nýrri tækni. Allar ábendingar eru vel þegnar um hvað má betur fara.

BIM verkefni

BIM Ísland óskar eftur upplýsingum um BIM verkefni sem unnin hafa verið eða er verið að vinna hér á landi eða erlendis. BIM Ísland eru búin að setja upp skapalón til að auðvelda hvernig setja má upp upplýsingar til að birta hér á síðunni. Hafið endilega samband við Halla eða Ingu til að fá nánari upplýsingar.

BIM verkefni

Undir „Sarpinum“ er að finna skýrslu FSR um reynslu hönnuða í BIM verkefnum FSR. Skýrslan tekur stöðuna á þeim hönnuðum sem komið hafa að BIM verkefnum FSR til að kortleggja næstu skref í innleiðingu BIM.

Svipmyndir frá BIM verkefnum

Nokkur flott verkefni eru í hönnun eða framkvæmd sem stendur

  • FMOS var hannað eftir BIM aðferðafræðinni
  • Framkvæmdir eru hafnar á nýju fangelsi á Hólmsheiði. Krafa var gerð um að hönnun færi eftir BIM og að verktaki tengdi upplýsinga líkanið við verkáætlun.
  • Byggt verður við Menntaskólan við Sund í ár. Hönnun og framkvæmd verða eftir BIM aðferðafræðinni

Bakhjarlar BIM Ísland

Við innleiðingu á nýrri aðferð/tækni er mikilvægt að hafa stuðning frá gott bakland. BIM Ísland er með virkilega góða bakhjarla sem styðja heilshugar við innleiðingu BIM aðfarðafræðarinnar. Við getum alltaf við okkur blómum bætt og erum stöðugt að leita að nýjum bakhjörlum eða samstarfsaðilum.

Framkvæmdasýsla Ríkisins merki
Reykjavíkurborg merki
Nýsköpunarmiðstöð Íslands merki
Fasteignir Ríkissjóðs merki
Mannvirkjastofnun merki
Orkuveita Reykjavíkur merki
Samtök Iðnaðarins merki
Landsnet merki
Landsvirkjun merki
Íbúðalánasjóður merki
FacebookTwitterGoogle+