MOLIO ÁSKRIFT
BIM Ísland mælir með áskriftarleiðinni Molio International en hún veitir aðgang að enskum útgáfum, ásamt einstaka læstum skjölum. Við kaup á aðgangi þarf að velja hlutverk „advisor“, „contractor“ eða „others“ og síðan fjölda starfsmanna.
Þróunarstig byggingarhluta
BIM Ísland hefur nú þýtt Bygningsdelsspecifikationer frá Dikon yfir á íslensku, en ritið skilgreinir þróunarstig á helstu byggingahlutum.
Flokkun og auðkenning byggingahluta
Eftir að hafa greint kosti og galla mismunandi flokkunarkerfi og samráð við íslenska markaðinn hefur BIM Ísland ákveðið að mæla með notkun á Cuneco Classification System (áður CCS nú CCI) flokkunarkerfinu á Íslandi.
Helstu kostir CCI kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCI byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag hafa nokkur lönd ákveðið að innleiða kerfið. CCI byggir á sama grunni og KKS kerfið sem hefur verið notað til margra ára í orkuverum á Íslandi en kerfið hefur verið uppfært umtalsvert. CCI er frábrugðið flestum örðum flokkunarkerfum þar sem byggingahlutir eru flokkaðir eftir virkni þeirra.
Leiðbeiningar frá MOLIO
Sumar af leiðbeiningunum byggja enn þá á CCS kerfinu sem hefur sömu uppbyggingu og CCI en einstaka kóðar geta verið öðruvísi.
Leiðbeiningar frá Molio; Molio Anvisninger
CCS leiðbeininga; CCS Identification (EN)
CCI Leitarvél (hægt að velja á milli dönsku/ensku og CCS/CCI); CCS Navigate
CCI excel töflur; CCI Klassifikation, regneark
Dæmasafn; CCS Eksempelsamlinger
Revit Shared parameter skrá; CCI Shared Parameter Fil
Eldri sköl
Inngangur að CCI flokkunarkerfinu, útgáfa 1. – PDF skjal
Magntökureglur
Stjórn BIM Ísland mælir með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi
Magntökureglur og BIM, vinnustofaMagntökureglur og BIM, vinnustofa
Posted by BIM Ísland on Thursday, 7 October 2021
IFC leiðbeiningar
IFC leiðbeiningar
BIM Ísland mælir með notkun á leiðbeiningum fyrir IFC verklag frá Molio.
Áhugavert væri ef markaðurinn kæmi sér saman um samræmdar almennar stillingar fyrir BIM verkefni á Íslandi. T.d. eitthvað sem hefur reynst vel í verkefnum sem eru í vinnslu. Hægt er að senda tillögur á bim@bim.is.
Leiðbeiningar frá MOLIO
Sumar af leiðbeiningunum byggja enn þá á CCS kerfinu sem hefur sömu uppbyggingu og CCI en einstaka kóðar geta verið öðruvísi.