Magntökureglur og BIM, vinnustofa
Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þrívíðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa. Stjórn BIM Ísland hefur áhuga á að mæla með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön getið stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.
Markmiðið með vinnustofunni er að kynna magntökureglurnar, tækifærin sem í þeim felast fyrir byggingariðnaðinn og fá viðbrögð frá markaðinum um þetta skref.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá vinnustofunni
Magntökureglur og BIM, vinnustofaMagntökureglur og BIM, vinnustofa
Posted by BIM Ísland on Thursday, 7 October 2021
BIM í stórum verkefnum – örráðstefna
Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri hjá NLSH mun kynna hvaða hlutverki BIM gegnir í uppbyggingu Meðferðarkjarna Nýja Landspítalans sem nú stendur yfir. Mikil áhersla hefur verið lögð á notkun BIM í hönnun Meðferðarkjarnans og ekki síður í uppsteypu hans sem nú er hafin. Mun Ásbjörn meðal annars segja frá nýrri nálgun á eftirlit og skráningu framvindu sem byggir á BIM.
Ingibjörg Birna, þróunarstjóri BIM hjá Ístak fjallar um BIM í hönnun og framkvæmd Nuuk skjóla í Grænlandi, sem Ístak er alverktaki á, m.a. kröfur verkkaupa um byggingaflokkun og samræmingarferli og hvernig BIM kröfur nýtast í verkefninu, bæði beint og óbeint.
Sjálfvirkni í hönnun og framkvæmdum
Undanfarin ár hafa komið á markað verkfæri sem bjóða upp á aukna sjálfvirkni í hönnun. Að þessu sinni býður BIM Ísland upp á kynningar frá þremur leiðandi sérfræðingum á þessu sviði sem munu gefa innsýn inn í mismunandi birtingarmyndir sjálfvirkni í hönnun, allt frá CAD (Computer Aided Design), Parametríska hönnun, sjálfvirkni í hönnun og generative design.
Viðburðurinn verður rafrænn og hægt verður að tengjast í gegnum Zoom. Viðburðurinn hefst kl 9:30 á fimmtudag, 25. Mars.
Dieter Vermeulen – Technical Specialist í Generative Design & Engineering hjá Autodesk.
Dieter mun segja okkur frá þróun verkfæra fyrir generative design, Dynamo og fleira hjá Autodesk. Þannig mun hann gefa þátttakendum inngang að sjálfvirkni í hönnun og framtíðarsýn.
Jens Fobian-Larsen – COO hjá CN3 í Danmörku.
Jens mun kynna starfsemi CN3 er ráðgjafafyrirtæki í Danmörku sem nýtir tækni til þess að auka framleiðni í framkvæmdum og hönnun. CN3 nýtir parametríska- og sjálfvirka hönnun í ýmsum verkefnum.
Sebastiano Lombardo, PhD, MsC – Regional Director for Scandinavia hjá Maffeis Engineering í Ítalíu.
Sebastiano ætlar að segja okkur frá hvernig Maffeis beitir parametrískri hönnun. M.a. hvernig þeir tengja saman BIM líkön og greiningarlíkön burðarvirkja í dýnamísku ferli.