Auka aðalfundur BIM Ísland

Í vor var haldinn aðalfundur fyrir BIM Ísland þar sem lög félagsins voru sett fram. Eins og fram kom á fundinum var lagt til að stjórn félagsins myndi endurskoða árgjöld félagsins með tilliti til smærri fyrirtækja og einyrkja.

Núverandi lög segja:

AÐILD
3. gr.
Starfandi íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta orðið aðilar. Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er annars vegar almennt aðildargjald og hins vegar styrktaraðild sem er að lágmarki tvöfalt árgjald. Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.
Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

Tillaga að breytingu:

AÐILD
3. gr.
Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt:
Einyrkjaaðild*
Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn
Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn
Styrktaraðild**

*Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi
**Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

Að þessu sögðu vill stjórn BIM Íslands bjóða þínu fyrirtæki/stofnun á auka aðalfund þann 19. september næstkomandi kl. 15:00-16:00.
Fundurinn verður haldinn í húskynnum Háskólans í Reykjavík, stofa M104, Menntavegi 1, 101 Reykjavík.

Dagskrá auka aðalfundar:

• Fundarstjóri og fundarritari kjörnir

• Lagabreyting

o Farið yfir breytingu á gr. 3
o Endurskoðuð tillaga að árgjaldi

• Kynning á starfi vetrarins

Vinsamlega staðfestið þátttöku á skráningarformi !

Skráning

Bestu kveðjur,
Stjórnin