DSM vinnustofa með Jaan Saar

Þann 24. október næstkomandi, daginn eftir ráðstefnuna Dag Stafrænnar Mannvirkjagerðar verður vinnustofan BIM-based permitting: The Why, How and What? haldin í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar mun Jaan Saar, yfirmaður verkefnahóps um BIM innan ESB og stjórnarmaður buildingSMART international fjalla um stafræn byggingarleyfi og þá þróun sem er að eiga sér stað í Evrópu.

Það er mikill heiður að fá Jaan til að halda vinnustofu um stafræn byggingarleyfi og er vinnustofan einstakt tækifæri til að fá innsýn í þróun stafrænna byggingaleyfa í Evrópu og um leið innsýn í það hvað framtíðin ber í skauti sér hér á landi.

Húsið opnar kl 8:00, vinnustofan hefst 8:30 og lýkur kl 11:00. Vinnustofan fer fram á ensku og er hún styrkt af Aski, mannvirkjarannsóknarsjóði. Miðasala er á Tix.is, tryggðu þér miða hér.

Þess má einnig geta að Jaan verður einnig með erindi á Degi Stafrænnar Mannvirkjagerðar sem haldinn verður daginn fyrir vinnustofuna og við mælum eindregið með því að þeir sem ætla á vinnustofuna mæti einnig þangað.

Jaan Saar, yfirmaður verkefnahóps um BIM innan ESB og stjórnarmaður buildingSMART international