Hvernig er þetta notað?
Útgáfa
openBIM Harmony v1.0 er dreift sem
zip-skrá með öllum skjölunum.
Þetta er ekki stífur reglurammi heldur tillaga að hagnýtum, sveigjanlegum og aðlögunarhæfum vinnuferlum. Hver buildingSMART eining getur lagað skjölin að sínum innlendu aðstæðum, á meðan fagaðilar geta notað þau sem námsefni, til viðmiðunar eða beint í verkefnum.
BIM Ísland (buildingSMART Iceland) ætlar fyrst um sinn ekki að gera sérstakar aðlaganir á skjölunum heldur dreifa frumútgáfunni á ensku. Það hefur sýnt sig að þýðingar á hugtökum geta aukið flækjustig í verkefnum.