IDS Þróunarverkefni
– Gögn og Leiðbeiningar
Hér má nálgast öll gögn tengd samstarfsverkefni BIM Ísland, buildingSMART Denmark og Epsilon IT. Verkefnið var þróunarverkefni (e. Proof of Concept) til að kanna hvernig nýta megi IDS (Information Delivery Specification) tæknina til að sjálfvirknivæða gæðarýni og kröfustjórnun í íslenskum byggingariðnaði.
Markmiðið var að sannreyna hvort hægt væri að staðla kröfur fyrir íslenskan markað á IFC 4.3 formi og tryggja að líkön uppfylli kröfur á hönnunarstigi LOD DK 325.
Um skjölin
Hér að neðan má hlaða niður niðurstöðum verkefnisins. Skjölin skiptast í þrjá flokka:
1. Skýrsla verkefnisins Ítarleg lýsing á framkvæmdinni, tæknilegum áskorunum og niðurstöðum. Skýrslan fer yfir hvernig til tókst að mappa gögn úr hönnunarforritum yfir í IFC og hvaða lærdóm má draga af ferlinu.
2. IDS Skrár (Kröfuskrár) Þetta eru tölvulesanlegar xml-skrár sem innihalda nákvæmar kröfur fyrir valda byggingarhluta. Hægt er að hlaða þessum skrám inn í hugbúnað (t.d. Solibri, BIMcollab eða usBIM) til að kanna sjálfkrafa hvort líkan uppfylli kröfur um upplýsingar, flokkun (CCI) og eiginleika.
-
Architectural: Gluggar (Windows)
-
Structural: Steinsteyptir veggir (Concrete Walls)
-
MEP – Lagnir: Dælur (Pumps)
-
MEP – Loftræsting: Hljóðgildrur (Silencers)
-
MEP – Rafmagn: Raflagnaleiðir (Cable Carrier Segments)
-
CCI: Sérstök skrá til að sannreyna CCI flokkunarkerfið.
3. Property Set Skrá (.txt) Skráin
XXXX_IFCPropertySets_BI_IDS. txt er lykilgagn fyrir þau sem vinna í Revit. Hún inniheldur skilgreiningar á þeim sértæku Property Sets sem IDS skrárnar gera kröfu um. Með því að nota þessa skrá er hægt að tryggja að réttir eiginleikar (parameters) séu til staðar í líkaninu og að þeir flytjist rétt yfir í IFC.Takmarkanir og lærdómur
Mikilvægt er að hafa í huga að þetta verkefni er þróunarverkefni og gögnin hér eru hugsuð til kynningar og prófunar.
-
Takmarkað úrval byggingarhluta: IDS skrárnar ná aðeins utan um fimm sértæka byggingarhluta (einn úr hverjum fagflokki). Þetta er því alls ekki tæmandi listi, heldur sýnidæmi um virkni tækninnar.
-
Leiðbeiningar og staðlar: Verkefnið leiddi í ljós að núgildandi LOI leiðbeiningar frá Dikon eru ekki fullnægjandi hvað varðar Property Sets og parametra, og eru að nokkru leyti í ósamræmi við IFC 4.3 staðalinn.
-
Alþjóðlegt samstarf: Niðurstöðum verkefnisins var deilt á vettvangi Nordic BIM Hub. Þá var ábendingum um ósamræmi í IFC 4.3 staðlinum (varðandi Property Sets fyrir Cable Carrier Segments) komið áleiðis til buildingSMART International.
-
Þróun í gangi: Staðlar og hugbúnaður eru enn í þróun. Enn eru tæknilegar áskoranir til staðar varðandi IFC 4.3 og samvirkni mismunandi forrita.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja gögnin, prófa þau og kynna sér möguleika IDS tækninnar.

