IDS Þróunarverkefni – Nýr áfangi í sjálfvirkri gæðarýni

BIM Ísland, í samstarfi við buildingSMART Denmark og Epsilon IT, hefur lokið þróunarverkefni um notkun IDS (Information Delivery Specification) til að sjálfvirknivæða kröfustjórnun í mannvirkjagerð.

Verkefnið snerist um að staðla kröfur fyrir íslenskan markað á IFC 4.3 formi og tryggja uppfyllingu krafna á hönnunarstigi LOD DK 325. Helstu niðurstöður sýna að tæknin býður upp á mikla möguleika en krefst nákvæmrar stýringar á Property Sets og gagnaútflutningi til að uppfylla IFC staðal.

Nánari upplýsingar, skýrslu verkefnisins og tæknileg gögn (IDS skrár) má nálgast hér:
https://bim.is/ids/