Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þrívíðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa. Stjórn BIM Ísland hefur áhuga á að mæla með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön getið stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.

 

Markmiðið með vinnustofunni er að kynna magntökureglurnar, tækifærin sem í þeim felast fyrir byggingariðnaðinn og fá viðbrögð frá markaðinum um þetta skref.

Vinnustofann fer fram 7 október á Hilton Reykjavik Nordica og stendur frá 9 – 12. Gert verður ráð fyrir góðri kaffipásu og spjalli í raunheimum eftir langan tíma á fjarfundum.

 

Dagksrá:

  • Kynning á magntökureglum Molio , Søren Spile, Epsilon it
  • Samanburður við íslenskar hefðir, Davíð Friðgeirsson, Verkís
  • Dæmi um magntöku í kóðuðum líkönum, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak
  • Umræðuhópar og opið samtal
  • Samantekt

 

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn hér en þátttaka er gjaldfrjáls. Skráningu líkur kl 12, 4. október.

Síðastliðið haust hófst kennsla á nýrri námsbraut í upplýsingatækni í mannvirkjagerð við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík.

Við þarfagreiningu sem gerð var fyrir rúmu ári síðan kom í ljós að þörf fyrir nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð er mikil og þar sem iðn- og tæknifræðideild leitast við að vera í góðu samstarfi við atvinnulífið og að bregðast við kröfum þess með því að bjóða upp á það nám sem þörf er fyrir hverju sinni var ákveðið að hefja þróun námsins strax og hófst kennsla í því síðastliðið haust. Um er að ræða eins árs hagnýtt diplómanám sem ætlað er að veita nemendum hagnýta þekkingu á stafrænni tækni í mannvirkjagerð og upplýsingalíkönum mannvirkja eða BIM (e. Building Information Modeling).  

 Nemum

Kennslan í vetur gekk vel og útskrifast fyrstu nemendurnir af brautinni í júní. Umsagnir nemenda bera náminu gott vitni:

„Námið kemur manni í skilning um hvað BIM og UT í mannvirkjagerð raunverulega snýst um. Allir kennararnir koma af vinnumarkaðnum og eru því með praktíska nálgun á efnið sem er frábært.“

„Upplýsingatækni í mannvirkjagerð hefur gefið mér góða innsýn á þróun byggingariðnaðarins og hvernig hægt er að vera virkur í þróuninni.“

 

Upplýsingalíkön mannvirkja eða BIM gerir hönnunargögn tölvulæsanleg, sem gerir aðilum kleift að m.a. auka gæði hönnunargagna og nota þær upplýsingar áfram til að ná fram hagræðingu í framkvæmd og rekstri með ýmsum hætti.

Í náminu öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu á aðferðafræði BIM og hvernig upplýsingatækni nýtist við hönnun, framkvæmd og rekstur mannvirkja. Nemendur læra að beita BIM aðgerðum og ferlum ásamt því að þekkja til faglegra starfshátta og hvernig nýta eigi þessa þekkingu við lausn á hagnýtum verkefnum. Lögð verður áhersla á að nemendur geti nýtt sér mismunandi BIM aðgerðir og kynnist upplýsingatækni almennt í mannvirkjagerð og tengingu hennar við 4. iðnbyltinguna.

 

Hægt er að sækja um nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og fá frekari upplýsingar um námið hér: https://www.ru.is/grunnnam/idnfraedi/upplysingataekni-i-mannvirkjagerd/. Einnig má snúa sér beint að Hjördísi Láru, verkefnastjóra námsins, fyrir nánari upplýsingar.

Nú er komið að seinni örráðstefnu BIM Ísland um CCI flokkunarkerfið. Nú munum við sjá dæmi um það hvernig kerfið hefur verið nýtt í ýmsum verkefnum.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Simon Fredenslund, IKT-Koordinator hjá Aarhus Universitet segir okkur frá því hvernig CCS er notað í fasteignaumsjónkerfi þar sem haldið er utan um ýmis tæknikerfi.

Troels Hoff, Senior Specialist Manager – Head of BIM hjá Rambøll í Danmörku mun fjalla um hvernig Rambøll nýta sér flokkunarkerfi og verkfæri fyrir flokkun.

Kristian Mouridsen – VDC-Coordinator & ICT-Leader, NCC i Danmark fjallar um hvernig flokkunarkerfi eru nýtt í verkefnum NCC.

Hlekkur á skráningu

Hlekkur á ZOOM fund