Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar 2024

– Vel heppnuð ráðstefna og vinnustofa

Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar, sem haldinn var í Silfurbergi Hörpu þann 23. október 2024, tókst afar vel en um 250 gestir sóttu ráðstefnuna. Ráðstefnan bauð upp á fjölbreytta dagskrá þar sem erlendir fyrirlesarar fjölluðu um stafrænar umbreytingar í mannvirkjagerð. Einnig kynnti Hugrún Ýr Sigurðardóttir teymisstjóri hjá HMS þróun á stafrænum byggingarleyfum hjá HMS. Fyrirlesarar deildu innsýn sinni í meðal annars Open BIM, gæði upplýsinga í líkönum, sjálfvirka yfirferð byggingarleyfisumsókna, sjálfvirkni, og gervigreind. Fjallað var um hvernig þessar nýjungar geta stuðlað að aukinni framleiðni, sjálfbærni og hagkvæmni í hönnun og framkvæmd.
Að ráðstefnu lokinni var boðið upp á léttar veitingar og kokteilboð þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að hittast, ræða málin og efla tengslanet sitt.
Margir fyrirlesarar komu inn á mikilvægi IDS staðalsins sem er nýjasti staðallinn frá buildingSMART. Með IDS er hægt að setja fram kröfur til upplýsinga í líkönum á stafrænan og samræmdan hátt. Frekari upplýsingar um IDS má finna á heimasíðu buildingSMART International.
Daginn eftir ráðstefnuna, 24. október, var haldin vinnustofa með Jaan Saar undir yfirskriftinni BIM-based Permitting: The Why, How and What? Um 30 manns tóku þátt í vinnustofunni sem fór fram í húsnæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á vinnustofunni voru skoðuð þau vandamál sem fylgja byggingarleyfisumsóknum, mögulegar lausnir og hvernig hægt er að gera sjálfvirkar greiningar byggðar á BIM líkönum.

BIM Ísland þakkar gestum, fyrirlesurum og sýnendum fyrir þátttökuna.

English below.

The Day of digital construction 2024 – A successful conference and workshop

The Day of Digital Construction, held at Silfurberg in Harpa on October 23, 2024, was a great success, attracting around 250 guests. The conference featured a diverse program where international speakers discussed digital transformations in construction. Hugrún Ýr Sigurðardóttir, team leader at HMS, also presented the development of digital building permits at HMS. Speakers shared their insights on topics such as Open BIM, the quality of information in models, automated review of building permit applications, automation, and artificial intelligence. The discussions focused on how these innovations can contribute to increased productivity, sustainability, and efficiency in design and execution.

Following the conference, light refreshments and a cocktail reception were offered, providing participants with the opportunity to network, discuss issues, and strengthen connections.

Many speakers emphasized the importance of the IDS standard, which is the latest standard from buildingSMART. With IDS, it is possible to articulate requirements for information in models in a digital and standardized manner. More information about IDS can be found on the buildingSMART International website.

The day after the conference, on October 24, a workshop was held with Jaan Saar titled “BIM-based Permitting: The Why, How and What?” About 30 people participated in the workshop, which took place at the Housing and Construction Authority. The workshop explored the challenges associated with building permit applications, potential solutions, and how to conduct automated analyses based on BIM models.

BIM Iceland thanks the guests, lecturers, and exhibitors for their participation.