Vegferð stafrænnar mannvirkjagerðar
BIM Ísland heldur utan um lykil verkefni tengd stafrænni þróun í mannvirkjagerð á Íslandi. Markmiðið er að sýna hvert þróun á markaðinum stefnir og í leiðinni er saga hennar skrásett. Verkefnin geta ýmist verið á vegum BIM Ísland eða annarra aðila á markaðinum, opinberum eða einkareknum. Skilyrði fyrir því að verkefni komist á listann er að það sé gert í fyrsta skiptið á Íslandi eða hjá viðkomandi aðila.
BIM Ísland hvetur aðila til að láta skrá sín þróunarverkefni en upplýsingar um verkefni má senda á bim@bim.is til að fá það skráð á vefsíðuna.