UM 30 áhugasamir voru mætt á aðra örráðstefnu BIM Ísland sem haldin var 14. mars í Háskólanum í Reykjavík. Þemað að þessu sinni var BIM OG RÁÐGJAFAR. Aðilar frá Lotu, Eflu og VSÓ lýstu reynslu sinni hvernig BIM hefur hjálpað við ákveðin verkefni sem þeir hafa unnið að.

Í upphafi kynntu aðilar frá BIM Ísland starfið á árinu 2018 og hvað stefnt er að því að gera á árinu 2019.

Neðst í greininni má sjá upptöku og af kynningu BIM Íslands, þar sem Hjörtur, Inga og Davíð fara yfir starfið 2018 og hvað koma skal 2019. Einnig er hægt að skoða glærur frá þeirri kynningu hérna.

Svona leit dagsráin út fyrir daginn:

 

16.30-16.40 Velkomin

Kynnir – Hjörtur Sigurðsson

16.40

Kynning á BIM Ísland – Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

16.50

Hannes Ellert, Efla & Helgi Mar, Arkþing

Hús Landsbanka, Austurbakka

17.20

Steinar Ríkharðsson, VSÓ Ráðgjöf

Notkun BIM í hönnun lagnakerfa, Meðferðarkjarninn

17.40

Rúnar Ingi Guðjónsson, Lota

Notkun BIM í hönnun rafkerfa, Meðferðarkjarninn

 

Hér er svo upptaka af kynningu á starfi BIM Ísland

Þá er komið að annarri örráðstefnu á vegum BIM Íslands og er þemað að þessu sinni BIM OG RÁÐGJAFAR. Við fáum til okkar aðila frá Lotu, Eflu og VSÓ sem munu kynna verkefni á þeirra vegum sem unnin eru í BIM.
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars frá kl. 16:30 – 18:30 í stofu M105