BIM Ísland kynnir örráðstefnu um CCI flokkunarkerfið, fyrri hluta af tveimur. Fjallað verður almennt um kerfið og veitt innsýn í bakgrunn þess og notkunarsvið.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Søren Spile eigandi Epsilon it og fyrrum R&D Manager hjá Molio mun kynna CCI flokkunarkerfið og fjalla um uppruna þess.

Henrik Balslev CEO – ESEP Expert frá Systems Engineering A/S mun fjalla um hagnýtingu flokkunarkerfa í spennandi verkefnum.

Seinni hlutinn verður kynntur síðar, en þá verður fjallað nánar um hvernig mismunandi aðilar nýta sér flokkunarkerfið í sínum störfum.

Hér er hlekkur á Facebook skráningu

Fyrir þá sem ekki eru á Facebook þá er hlekkur beint á ZOOM viðburðinn hér https://zoom.us/j/99633540070

 

BIM Ísland kynnir örráðstefnuna BIM og rekstur fasteigna

Örráðstefnan verður haldin á fjarfundarformi þann 8. október kl 9:00.

Dagskráin er ekki af verri endanum í þetta skiptið en tveir erlendir gestir ætla að mæta með okkur.

Dagskrá:

9:00 – Stuttur inngangur um BIM Ísland

Esa Halmetoja, Senior Specialist hjá Senaatti í Finnlandi. Senaatti er systurstofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Finnlandi. Esa mun segja frá hvernig Senaatti nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna.

Khoa Dang Ngo, head of digital hjá Campus Service fyrir Tækniháskóla Danmerkur DTU. Khoa mun segja okkur frá hvernig DTU nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna DTU. Campus service DTU fengu nýlega dönsk verðlaun, Digitaliseringsprisen, fyrir innleiðingu stafrænna verkferla.

Við hlökkum til að sjá ykkur á öldum ljósvakans.

Hér er hlekkur á viðburðinn