Örráðstefna – CCI flokkunarkerfið, hluti 1

, , ,

BIM Ísland kynnir örráðstefnu um CCI flokkunarkerfið, fyrri hluta af tveimur. Fjallað verður almennt um kerfið og veitt innsýn í bakgrunn þess og notkunarsvið.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Søren Spile eigandi Epsilon it og fyrrum R&D Manager hjá Molio mun kynna CCI flokkunarkerfið og fjalla um uppruna þess.

Henrik Balslev CEO – ESEP Expert frá Systems Engineering A/S mun fjalla um hagnýtingu flokkunarkerfa í spennandi verkefnum.

Seinni hlutinn verður kynntur síðar, en þá verður fjallað nánar um hvernig mismunandi aðilar nýta sér flokkunarkerfið í sínum störfum.

Hér er hlekkur á Facebook skráningu

Fyrir þá sem ekki eru á Facebook þá er hlekkur beint á ZOOM viðburðinn hér https://zoom.us/j/99633540070