BEP leiðbeiningar
BIM Ísland vinnur að leiðbeiningu fyrir hönnuði til þess að útbúa BIM aðgerðaráætlun. (e. BEP, BIM execution plan). Til grundvallar eru ýmis gögn, svo sem kröfur Framkvæmdasýslunnar sem og leiðbeiningar úr ÍST EN ISO 19650 og ÍST CEN/TR 17654. Ljóst þykir að nú þegar kröfurnar eru orðnar almennari er gott að útbúa gagn til þess að samræma slíka handbókargerð.
Með notkun BIM aðgerðaráætlunar er hægt að skilgreina tilgang þess að nota BIM í verkefnum og að tilgreina hvernig líkön eru notuð ásamt þeim leiðum sem nota á til að deila upplýsingum á milli aðila.
Skjalið tryggir skýr hlutverk og samræmir væntingar.