buildingSMART Ísland
BIM ísland stofnar buildingSMART einingu á Íslandi og verður þar með þátttakandi í starfi buildingSMART International.
buildingSMART styður þróun og notkun á opnum stöðlum í mannvirkjagerð. Opnir BIM staðlar tryggja samskipti milli notenda ólíks hugbúnaðar í hönnun, framkvæmd og rekstri. Þannig stuðlar buildingSMART að stafrænni þróun í mannvirkjagerð og opnum samskiptum á milli aðila og hugbúnaðar-lausna.
BIM Ísland hefur síðustu ár lagt áherslu á að koma á samræmdu verklagi og þekkingarmiðlun í stafrænni mannvirkjagerð. Í þessu tilliti hefur áherslan undanfarin ár verið helst á þróun þessa innanlands. Stjórn BIM Ísland telur að á þessum tíma hafi markaðurinn þroskast mikið og sé tilbúinn að taka næsta skref með aukinni þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. buildingSMART aðild leggur góðan grunn að slíku samstarfi og sem dæmi um tækifæri með samstarfinu má nefna:
- Þróun staðla
Þátttaka í þróun opinna BIM staðla. Sem lítið land er stöðlun og alþjóðleg þróun á verklagi sérstaklega mikilvæg fyrir Ísland. - Aukin þekking
Byggja upp aukna sérfræðiþekkingu meðal íslenskra BIM ráðgjafa með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. - Alþjóðlegt samstarf
Aðgengi að sérfræðiþekkingu erlendra sérfræðinga í gegnum buildingSMART samstarfið.
buildingSMART Ísland hefur verið samþykkt sem „Chapter In-formation“. Stefnt er á umsókn sem „Chapter in Development“ í mars 2024. Innan þriggja ára verður einingin svo að „Full Chapter“. Aðild að buildingSMART mun fylgja aukin umsvif og kostnaður fyrir BIM Ísland. Markmið stjórnar er að samstarfið hafi jákvæð áhrif á starfsemi BIM Ísland. Aðildarfélög að BIM Ísland verða aðilar að buildingSMART Ísland og flestir viðburðir og efni verður undir nöfnum beggja aðila.
buildingSMART International gaf út fréttatilkynningu um aðild Íslands að þessu tilefni.