Tvö verkefna BIM hlutu styrk úr Aski

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrkir 34 verkefni til nýsköpunar- og mannvirkjarannsókna um alls 101,5 milljón krónur í ár, þar á meðal tvö verkefni á vegum BIM Ísland.
Verkefnin eru Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar 2024 og stofnun buildingSMART einingar á Íslandi.

Styrkirnir eru mikil viðurkenning fyrir BIM Ísland og munu nýtast vel við þróun stafrænnar mannvirkjagerðar. Góður gangur er í báðum verkefnunum.

Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar mun fara fram 23. október í Hörpu þar sem þemað verður:
– Open BIM í hönnun, framkvæmd og rekstri
– Stafræn stjórnsýsla byggingarmála
– Sjálfvirkni og gervigreind

buildingSMART Ísland hefur nú þegar verið samþykkt sem Chapter In-formation og umsókn um næsta stig, Chapter in Development, verður kynnt fyrir stjórn buildingSMART International í mars.