Áhugasamt fólk óskast í stjórn BIM Ísland
Á næsta starfsári losnar eitt sæti í stjórn BIM Ísland. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa sérhæft sig í BIM aðferðarfræðinni og notkun upplýsingatækni í mannvirkjagerð. Þátttaka í stjórn BIM Ísland er bæði tækifæri til að læra, miðla þekkingu og hafa áhrif á þróun BIM á Íslandi.
Við leitum að fólki sem hefur áhuga og svigrúm til að taka virkan þátt í störfum stjórnarinnar. Um leið er þetta kjörið tækifæri fyrir samfélagslegaábyrg fyrirtæki til að taka þátt í þróun markaðarins.
Þau sem hafa áhuga er hvött til að senda póst á bim@bim.is með stuttri lýsingu á reynslu fyrir 4. mars 2024. Stjórn BIM Ísland mun í kjölfarið stilla upp tillögu að næstu stjórn.