Miðasala hafin á Dag stafrænnar mannvirkjagerðar
Þann 23. október næstkomandi efnir BIM Ísland til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu.
Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig stafrænar umbreytingar geta aukið virðissköpun og hagrætt í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja. Í ár verður lögð áhersla erindi tengd Open BIM, stafrænni stjórnsýslu byggingarmála ásamt sjálfvirkni og gervigreind.
Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð; hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og aðra sérfræðinga. Nánar hér
Sem fyrr mun innviðaráðherra flytja opnunarávarp ráðstefnunnar og fyrirlesarar koma víðsvegar að, með ólíkan bakgrunn, flytja okkur fjölbreytt erindi sem gefa okkur innsýn í það sem er að gerast í framþróun stafrænnar mannvirkjagerðar.
Í ár er gert er ráð fyrir rúmlega 250 ráðstefnugestum sem eiga það sameiginlegt að vilja kynna sér allt sem viðkemur stafrænni mannvirkjagerð. Þér býðst hér frábært tækifæri, bæði að auka þekkingu þína ásamt því að hitta kollega í faginu og stækka tengslanetið.
Miðasaka er hafin á Tix.is en innifalið í miðaverði er morgunverður og hádegisverður og glæsilegt kokteilboð við ráðstefnulok.