Aðalfundur BIM Ísland

Þann 29. apríl kl. 14:30 verður aðalfundur BIM Ísland haldinn í húsakynnum Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. 

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4. Lagabreytingar 

  • Kosið verður um lagabreytingu á 3. grein, sjá texta hér fyrir neðan

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna 

Tveir aðilar í núverandi stjórn gefa ekki kost á sér á næsta ári og leitum við því eftir 2 áhugasömum aðilum í stjórn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórn á bim@bim.is eða í síma 840-2772 (Inga)

7. Önnur mál  

Nánar auglýst síðar.

8. Kynning frá Ástríði Elínu Ásgeirsdóttur, Þróunarstjóra VDC hjá Per Aarsleff í Danmörku, þar sem farið verður stuttlega yfir BIM/VDC í Aarsleff og svo hvernig BIM/VDC hefur verið notað í tveim verkefnum hjá þeim, BIO4 og Letbanen.

 

LAGABREYTING Á 3. GREIN (Breyting með rauðu letri):

AÐILD  

  1. gr.

Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert. 

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt: 

Einyrkjaaðild 1 

Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn 

Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn 

Aðild menntastofnana 2 

Styrktaraðild 3 

  1. Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi 
  2. Menntastofnanir greiða ekki árgjald 
  3. Styrktaraðilar eru auk þess sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni. 

 

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Hér er hægt að skrá sig á Aðalfundinn