BIM Ísland og Vistbyggðarráð undirrita samstarfssamning
Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmda- stýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning. BIM Ísland hefur undirritað formlegan samstarfssamning við Vistbyggðar- ráð til tveggja ára. Markmiðið er að vinna sameiginlega að því að kynna hagnýtar leiðir og aðferðir við undirbúning og framkvæmdir við mannvirkjagerð á Íslandi.
Samstarf VBR og BIM Ísland mun hverfast um annars vegar einstaka viðburði, en hins vegar um virka samvinnu varðandi kynningu og innleiðingu á aðferðarfræðinni, sem er til þess fallin að auka gæði og efla samvinnu og upplýsingagjöf þeirra aðila sem vinna að hönnun og framkvæmdum með sjálfbærni markmið að leiðarljósi. Þá mun hvor aðili um sig efla almenna kynningu og upplýsingagjöf til félagsmanna um starfsemi félaganna. Á tímabilinu munu BIM Ísland og VBR standa saman að a.m.k. einum opnum fundið eða málþingi um aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Einnig er stefnt að því að eiga samstarf um fræðslufundi og/eða námskeið um notkun upplýsingatækni í hönnun og framkvæmdum með áherslu á samstarf og þverfaglega nálgun í vistvænni hönnun. En í verkefnum þar sem unnið er með vistvæna vottun mannvirkja, er mikil áhersla lögð á gagnsæi og gott upplýsingaflæði á milli allra þeirra aðila sem koma að verkinu frá upphafi. Notkun nútímalegra upplýsingalíkana eins og BIM tryggir að allar upplýsingar séu aðgengilegar og á einum stað, sem eykur samverkunarhæfni, gæði og gott samræmi í öllu hönnunar og framkvæmdaferlinu.