Nokkur lykilhugtök
- 4D, 5D, 6D: Fyrst kom 2D CAD (e. Computer Aided Design), síðan 3D CAD – núna hafa fleiri víddir bæst við og tákna upplýsingar um tíma, kostnað og áætlanatengdar upplýsingar.
- EKKI BARA BIM – LÍKA AIM: Eignaupplýsingalíkan (e. Asset Information Modelling), geymir þær upplýsingar sem þarf til reksturs, oft líka kallað rekstrarBIM.
- BIM FRAMKVÆMDAÁætlun (BIM execution plan BEP): Við mælum með því að útbúin sé BEP – sem heldur utan um hvað verkefnið mun innihalda, hvað verður afhent, hvenær verður afhent og hver gerir hvað.
- CIC BIM Samskiptareglur: Viðbótar samningur, hannaður fyrir framkvæmdaaðila, ráðgjafa og verktaka. Tekur á faglegri þjónustu og verksamningum, breytingum á stöðluðum skilmálum ásamt því að skapa aukin réttindi og skyldur aðila til að auka samvinnu og standa vörð um hugverk hönnuða og aðgreina ábyrgð á milli aðila.
- ÁREKSTRAGREININGAR: Líkön fagaðila eru tekin (oftast á IFC skráarsniði) og árekstrargreind. Þeir árekstrar (faglíkön sem rekast á) sem finnast eru greindir og lagaðir. Árekstrargreiningar eru notaðar fyrir hönnunarfundi og oftast en ekki er samræmingarfundur notaður til að úthluta árkestrum á fagaðila. Lykilávinningurinn er að minnka villur áður en til framkvæmdar kemur.
- SAMEIGINLEGT GAGNAUMHVEFI (Common Data Environment CDE): Miðlægt upplýsingageymsla, t.d. skýjaþjónusta, þar sem allir aðilar verkefnis geta nálgast upplýsingar, en eignarhald helst við þann sem hleður upp gögnunum.
- Construction Operations Building Information Exchange (COBie): Forskrift af upplýsingaskiptum fyrir líftíma mannvirkis með það að markmiðið að fanga upplýsingar fyrir rekstur mannvirkisins. Hægt er að skoða COBie í hugbúnuðum fyrir hönnun, framkvæmd og rekstur, einnig í einföldum töflureiknum. Þessi fjölhæfni gerir það að verkum að hægt er að nota COBie óháð stærð verkefna og tæknilegrar fágunar þeirra
- DATA DROP: Vísar í “upplýsingaskipti” þar sem skilgreint er á hvaða nákvæmnisstigi byggingahlutar eru þegar ákveðnum áfanga verkefnis er ná (t.d. útboð, verkleg framkvæmd osfrv.).
- SKILGREINING GAGNASAMSKIPTA (Data Exchange Specification): Forskrift fyrir rafrænt skráarsnið sem er notuð til að skiptast á rafrænum gögnum milli mismunandi BIM hugbúnaða, og þannig auðvelda samvirkni,t.d. IFC og COBie.
- SAMSETT LÍKÖN (Federated Model): Samsett líkön, þar sem nokkur líkön er sett saman í eitt (e. collaborative working)
- INDUSTRY FOUNDATION CLASS (IFC): IFC er hlutbundið skráarsnið, sem virkjar samskipti upplýsinga á milli mismunandi hugbúnaða. Þróað af BuildingSMART, alþjóðlega samtök sem sérhæfa sig í opnum stöðlum fyrir BIM. IFC er viðurkenndur staðall.
- INFORMATION DELIVERY MANUAL (IDM): Svo að BIM ferli virka þarf að gera tvennt. 1. Upplýsingar þurfa að vera fáanlegar þegar þeirra er þörf og 2. í fullnægjandi gæðum. Þessu er hægt að ná með því að tengja nákvæmnisstig byggingahluta við vörður verkefnisins. ISO 29481-1 skilgreinir aðferðafræði IDM. IDM er 1 af þremur þáttum í BIM þríhyrningsins (hinir 2 eru Data Dictionary og IFC)
- BIM-STJÓRI (Information/BIM Manager): Við mælum með að skipaður sé BIM stjóri fyrir hvert verkefni, sem er ábyrgur fyrir að stjórna afhendingu upplýsinga verkefnisins með BIM verklagi, sæmhæfingu og aðferðum.
- BIM STIG 0 – 1 – 2 – 3 (BIM levels): BIM stig hafa verið skilgreind svona:
- STIG 0: Einfalt – ekkert samstarf, eingöngu stuðst við 2D CAD teikningar. Frálag er mest tvívíðar teikningar á pappír eða rafrænt útprent, jafnvel blanda af báður.
- STIG 1: Samanstendur oftast af 3D fyrir hugmyndavinnu, 2D fyrir áætlunargerð og teikningar, sérstaklega teikningar til yfirvalda.
- STIG 2: Helsti munurinn er samvinna á milli fagaðila. Allir aðilar nota sín líkön. Samvinnan felst í því hvernig upplýsingum er deilt á milli fagaðila – og er afgerandi þáttur í þessu stigi. Hönnun er deilt með opnu skráarsniði, sem gerir aðilum kleift að nýta sér upplýsingar frá öðrum og mögulegt að greina árekstrar á milli aðila. Sá hugbúnaður sem notaður er, verður að geta útflutt í opið skráarsnið t.d. IFC (Industry Foundation Class) eða COBie (Construction Operations Building Information Exchange).
- STIG 3: Í dag er stig 3 markmið flestra sem hafa byrjað innleiðingu á BIM. Stig 3 skilgreinist fyrst og fremst á fullri samvinnu milli fagaðila, þar sem allir aðilar hafa aðgang að og geta unnið í sama líkani, þar sem aðalkosturinn liggur í því að mismvísandi upplýsingum er útrýmt.
- NÁKVÆMNISSTIG (Level of Development/Level of Detail/Level of Information): Nákvæmnisstig er notað til að skilgreina hversu nákvæmir BIM hlutir (e. BIM objects) eru í líkaninu og nær yfir a) myndrænt innihald og b) upplýsingar sem tengjast byggingarhlutanum.
- Life-Cycle Assessment (LCA): Líftímagreining er greining á umhverfisáhrifum mannvirkja, frá vöggu til grafar, með tilliti til byggingarefna og orkunotkunar, úrgangs og annarra mengandi þátta.
- Opið BIM (Open BIM): Nálgun sem byggist á því að allir aðilar geti nálgast upplýsingar um mannvirki þegar þeir þurfa þess. Til að ná þessu eru notuð gagnalíkön BuildingSMART við hönnun, framkvæmd og rekstur, IFC; IDM og IFD. Sem byggist á opnum stöðlum og verkferlum.
- PAS 1192: Breskru rammi sem setur kröfur fyrir nákvæmnisstig (myndrænt efni), upplýsingar (ekki myndrænt efni) og upplýsingaskipti.
- PAS 1192-2 tekur á verklegri framkvæmd (CAPEX) og skilgreinir kröfur fyrir Stig 2
- PAS 1192-3 tekur á rekstrinum (OPEX), með áherslu á notkun og viðhald af Eignarlíkaninu (e. Asset Information Model) fyrir fasteignastjórnun.
- PAS 1192-4 skráir „best practice“ fyrir innleiðingu COBie
- PAS 1192-5 er í vinnslu og mun halda utan um öryggi gagna.
- UNICLASS: Breskt flokkunarkerfi sem hópar byggingarhluta (e. objects) saman eftir númerum eftir tegund eða flokki.
- UniFormat: Flokkunarkerfi frá Bandaríkjunum og Kanada.