BIM Ísland styður CCS flokkunarkerfið
BIM Ísland stefnir á að að styðja við innleiðingu á danska CCS flokkunarkerfinu á Íslandi.
Helstu kostir CCS kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCS byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCS/CoClass (sambærilegt sænskt kerfi). Á vinnustofu um flokkunarkerfi var talsverð áhersla á að horfa til Noregs. Gamla TFM flokkunarkerfið uppfyllir ekki ISO12006, er ekki haldið úti á ensku og Norðmenn eru að undirbúa breytingu á kerfinu sem er ekki tilbúin til notkunar í dag.
BIM Ísland hefur nú þegar átt veffund með fulltrúum Molio sem virðast hafa mikinn samstarfsvilja gagnvart þessu skrefi. Stefnt er á annan veffund í desember og vinnustofu í janúar.
Á næstu vikum má búast við frétt á heimasíðu BIM Íslands þar sem ákvörðunin verður kynnt.
Hér er hlekkur frá Molio um CCS