CCS/CCI vinnstofa BIM Íslands og Molio
Í síðasta mánuði fóru nokkrir úr hóp BIM Íslands til Danmerkur á vinnustofu hjá Molio tengt CCS/CCI flokkunnarkerfi. Tilgangur heimsóknarinnar var að afla þekkingar beint frá þeim aðilum sem hafa staðið að þróun CCS/CCI og fá reynslusögur og kynningar frá aðilum sem hafa notað kerfið.
Vinnustofan stóð yfir í tvo daga, á fyrri deginum var farið yfir sögu Molio og þeirra vinnu við þróun og innleiðingu á flokkunnarkerfum. Einnig fengum við að heyra frá þróunarstjóra Projectspine, Nicolai Karved, segja frá þeirra innleiðingu á CCS/CCI við gerð nýs háskólasjúkrahúss í Odense.
Þeir Gunnar Friborg og Søren Spile hjá Molio fóru yfir þá sögu um allar þær tilraunir við gerð og innleiðingu flokkunarkerfa í Danmörku sem þeir hafa verið þátttakendur að í áratugi. Þeir telja þetta hafa verið mikilvægt lærdómsferli fyrir gerð CCS/CCI. Ein af kröfunum áður en vinna við CCS/CCI fór af stað var að flokkunarkerfið ætti ekki að vera danskt, það ætti að byggja á stöðlum og þar sem þeir staðlar væru ekki til ætti að búa þá til eða uppfæra. Í kjölfarið hafa ýmsir staðlar verið uppfærðir á grunni þessarar vinnu og kerfið er alfarið byggt á ISO stöðlum. Í dag hafa nokkur lönd ákveðið að taka upp kerfið, önnur eru að skoða það, einnig er BIM nefnd hjá Evrópusambandinu að skoða það að mæla með kerfinu innan Evrópusambandsins.
Ný útgáfa af kerfinu verður gefin út í byrjun árs 2020 og mun sú útgafa heita CCI. CCI byggir á sama grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCI sem byggir á CCS frá Danmörku og CoClass sambærilegu sænsku kerfi. Sú útgafa inniheldur þá 10 kóða sem óskað hefur verið eftir að bæta eftir innleiðinguna í Danmörku, kóða fyrir innviðaverkefni sem Svíar hafa þróað og aðlögun við nýjasta ISO 81346.
Á seinni deginum fékk BIM Ísland að heyra kynningar frá Systems Engineering, Ramboll, Årstiderne Arkitekter og MainManager þar sem þau deildu sinni reynslu af því að nota flokkunnarkerfin sem grunn til að tengja upplýsingar saman bæði í innri og ytri ferlum og í fjölda verkefna þeirra fyrirtækja.
Henrik Balslev frá Systems Engineering talaði um árangur þeirra við að beita meginreglum CCS í ólíkum atvinnugreinum, eins og hjá flugvéla framleiðslu Airbus, luxus skipaframleiðslu fyrir milljarðamæringa, spennivirki í Norðursjó og vatnsaflsvirkjanir í Noregi.
Troels Hoff frá Ramboll og Mads Carlsen frá Årstiderne Arkitekter fóru svo yfir þeirra reynslu á að nota CCS innan þeirra fyrirtækis og verkefna. Þeir tóku fyrir sem dæmi flokka sín líkön og tengja CCS flokkunina við þá hluti sem tengjast svo tilboðskrám og verklýsingum.
Að lokum kom Guðmundur Ludvigsson frá MainManager til að miðlað sinni reynslu af notkun CCS sem grunn til að byggja rekstrarstjórnun fyrir fjölda stórra danskra rekstraraðila.
Eftir þá fræðslu sem við í BIM Ísland fengum á vinnustofunni, erum við enn sannfærðari um að styðja við innleiðingu CCI á Íslandi. BIM Ísland stefnir á að halda örráðstefnu í vor þar sem við fáum kynningar um CCI frá fyrstu hendi. BIM Ísland mun einnig halda áfram að vera í samstarfi við Moilo og vísa á þeirra efni sem tengjast CCI.
Hvetjum við alla til að fylgjast vel með og taka þátt í innleiðingu CCI á Íslandi.