BIM Ísland mælir með notkun á leiðbeiningum fyrir IFC verklag frá Molio.
Áhugavert væri ef markaðurinn kæmi sér saman um samræmdar almennar stillingar fyrir BIM verkefni á Íslandi. T.d. eitthvað sem hefur reynst vel í verkefnum sem eru í vinnslu. Hægt er að senda tillögur á bim@bim.is.

Linkur á síðu

Í upphafi nýs starfsárs sendi BIM Ísland út markaðskönnun með spurningum um ýmsa þætti í starfsemi félagsins. Þátttaka var mjög góð en 51 skiluðu inn svari.

Í ljós kom að mikill áhugi er fyrir áframhaldandi fjar-örráðstefnur á því formi sem nýtt hefur verið undanfarið en margir óskuðu einnig eftir því að hafa upptöku aðgengilega eftir viðburðinn ef tímasetning hentar ekki. Reynt verður að leita leiða til að verða við þessu í framhaldi.

Þrátt fyrir að niðurstaðan sýni áhuga fyrir fjar-örráðstefnum kom einnig í ljós að mikill áhugi er fyrir því að hittast á BIM degi. Stjórn félagsins hefur nú þegar hafið undirbúning BIM dags og verða nánari upplýsingar sendar út síðar.

Flestir fá upplýsingar um starfsemina af Facebook og vilja halda áfram að fá upplýsingar þaðan. Auk þess kom fram að fleiri vilja fá upplýsingar í tölvupósti. Lesa má úr niðurstöðum að bæta þurfi innihald á heimasíðu BIM Ísland en þess má geta að nú stendur yfir uppfærsla á heimasíðu sem verður vonandi aðgengileg í byrjun næsta árs.

Annað sem kom fram í opnum athugasemdum var að bæta mætti aðgengi almennt að verkfærum, kennsluefni og námskeiðum og að fjalla mætti meira um BIM í rekstri. Stjórn mun taka þetta til greina í starfseminni.

Niðurstöður má sjá hér að neðan

konnun 1

konnun 2 konnun 3 konnun 4

konnun 5 konnun 6 konnun 7 konnun 8 konnun 9

 

Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þríviðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa.

Haldin var vinnustofa þar sem magntökureglur  Molio voru kynntar og samtal við hagaðila markaðarins fór fram. Almennt fannst þátttakendum mikil þörf á samræmdum vinnubrögðum þegar kemur að magntöku og notkun líkana.

Stjórn BIM Ísland mælir með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön geti stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.

Sjá má tilvísanir í skjölin og upptöku af vinnustofunni hér.

Aðalfundur BIM Ísland var haldinn fimmtudaginn 2. júlí í húsakynnum Samtaka iðnaðarins. Fundurinn var ekki haldinn fyrir 1. maí eins og lög félagsins gera ráð fyrir vegna COVID-19. Fundurinn var frekar fámennur enda liðið á sumarið og gott veður úti.

 

Fundurinn var tíðindalítill. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, ný stjórn kosin ásamt skoðunarmönnum reikninga.

 

Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum og er þeim þakkað gott starf:

Guðni Guðnason, FSR

Jóhannes B. Bjarnason, Isavia

Svava Björk Bragadóttir, Arkís

 

Ný stjórn er búin að halda fyrsta stjórnarfund og skipta með sér verkefnum:

Davíð Friðgeirsson, Verkís, formaður

Hjörtur Sigurðsson, VSB, varaformaður

Hannes Ellert Reynisson, Efla, gjaldkeri

Guðmundur Möller, FSR, meðstjórnandi

Haraldur Arnórsson, IAV, meðstjórnandi

Hjörtur Pálsson, Tark , meðstjórnandi

Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia, meðstjórnandi

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak, meðstjórnandi

Jóhann Örn Guðmundsson, Optimum, meðstjórnandi

 

Skoðunarmenn reikninga eru:

Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannviti

Svava B. Bragadóttir, Arkís

Kæru aðildarfélagar,

Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. júlí kl. 14:00 – 15:30 í húsakynnum Samtaka Iðnaðarins, að Borgarúni 35.

 

Dagskrá aðalfundar:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  6. Önnur mál

 

Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir starfsárið 2020 til aðila síðasta árs í heimabanka viðkomandi fyrirtækis, reikningar ættu að berast í þessari viku. Vegna seinkunar aðalfundar hefur lokaskráning aðila fyrir næsta starfsár verið framlengd til 1. júlí, sem þýðir að greiða þarf aðildargjöld fyrir þann dag.

 

f.h. stjórnar BIM Íslands,

BIM Ísland stefnir á að að styðja við innleiðingu á danska CCS flokkunarkerfinu á Íslandi.

 

Helstu kostir CCS kerfisins er að það uppfyllir ISO12006, ISO81346, er til á ensku og aðgengi að því er gjaldfrjálst. CCS byggir á nýjum grunni sem ætlað var sem samræmt kerfi fyrir Norðurlöndin en í dag eru fjölmörg lönd að horfa til CCS/CoClass (sambærilegt sænskt kerfi). Á vinnustofu um flokkunarkerfi var talsverð áhersla á að horfa til Noregs. Gamla TFM flokkunarkerfið uppfyllir ekki ISO12006, er ekki haldið úti á ensku og Norðmenn eru að undirbúa breytingu á kerfinu sem er ekki tilbúin til notkunar í dag.

 

BIM Ísland hefur nú þegar átt veffund með fulltrúum Molio sem virðast hafa mikinn samstarfsvilja gagnvart þessu skrefi. Stefnt er á annan veffund í desember og vinnustofu í janúar.

 

Á næstu vikum má búast við frétt á heimasíðu BIM Íslands þar sem ákvörðunin verður kynnt.

Hér er hlekkur frá Molio um CCS

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

BIM Ísland hefur verið starfandi hagsmunafélag opinberra fyrirtækja og stofnanna frá árinu 2008, með því markmiði að styðja við innleiðingu á BIM í opinberum framkvæmdum.

Síðastliðið vor var haldinn stefnumótunarfundur BIM Íslands þar sem aðilar frá flestum fagsviðum og hagaðilahópum byggingariðnaðarins á Íslandi tóku þátt í að móta stefnu BIM Íslands, skilgreina tilgang félagsins og markmið.

Niðurstöður fundarins leiddu í ljós skýra þörf fyrir samráðsvettvang innan byggingariðnaðarins með því markmiði að miðla þekkingu um BIM, samræma staðla, ferla og kröfur, ásamt því að aðstoða og fræða fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á BIM.

Því stendur nú til að breyta aðildarformi félagsins og stefna að því að BIM Ísland verði vettvangur fyrir alla hagaðila í íslenskum byggingariðnaði til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og auka þekkingu og færni iðnaðarins á þessum vettvangi.

Að þessu sögðu vill stjórn BIM Íslands bjóða þínu fyrirtæki/stofnun á aðalfund fyrir hið breytta félag þann 23. maí næstkomandi frá kl. 15:00-18:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Mannvits að Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

 

Dagskrá aðalfundar: 
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Hvað er BIM Ísland?
• Fyrirlestur frá Jóhanni Erni Guðmundssyni
• Lög félagsins kynnt
• Ákvörðun félagsgjalds
• Kosning stjórnar og skoðunarmanna
• Önnur mál

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á meðfylgjandi skráningarformi

Skráningarform

F.h. stjórnar BIM Ísland,

 

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, stjórnarformaður BIM Ísland (inga@bim.is / ingibjorgk@istak.is)

Haraldur Arnórsson, framkvæmdastjóri BIM Ísland (halli@bim.is / hara@mth.dk)

 

  1. 4D, 5D, 6D: Fyrst kom 2D CAD (e. Computer Aided Design), síðan 3D CAD – núna hafa fleiri víddir bæst við og tákna upplýsingar um tíma, kostnað og áætlanatengdar upplýsingar.
  2. EKKI BARA BIM – LÍKA AIM: Eignaupplýsingalíkan (e. Asset Information Modelling), geymir þær upplýsingar sem þarf til reksturs, oft líka kallað rekstrarBIM.
  3. BIM FRAMKVÆMDAÁætlun (BIM execution plan BEP): Við mælum með því að útbúin sé BEP – sem heldur utan um hvað verkefnið mun innihalda, hvað verður afhent, hvenær verður afhent og hver gerir hvað.
  4. CIC BIM Samskiptareglur: Viðbótar samningur, hannaður fyrir framkvæmdaaðila, ráðgjafa og verktaka. Tekur á faglegri þjónustu og verksamningum, breytingum á stöðluðum skilmálum ásamt því að skapa aukin réttindi og skyldur aðila til að auka samvinnu og standa vörð um hugverk hönnuða og aðgreina ábyrgð á milli aðila.
  5. ÁREKSTRAGREININGAR: Líkön fagaðila eru tekin (oftast á IFC skráarsniði) og árekstrargreind. Þeir árekstrar (faglíkön sem rekast á) sem finnast eru greindir og lagaðir. Árekstrargreiningar eru notaðar fyrir hönnunarfundi og oftast en ekki er samræmingarfundur notaður til að úthluta árkestrum á fagaðila. Lykilávinningurinn er að minnka villur áður en til framkvæmdar kemur.
  6. SAMEIGINLEGT GAGNAUMHVEFI (Common Data Environment CDE): Miðlægt upplýsingageymsla, t.d. skýjaþjónusta, þar sem allir aðilar verkefnis geta nálgast upplýsingar, en eignarhald helst við þann sem hleður upp gögnunum.
  7. Construction Operations Building Information Exchange (COBie): Forskrift af upplýsingaskiptum fyrir líftíma mannvirkis með það að markmiðið að fanga upplýsingar fyrir rekstur mannvirkisins. Hægt er að skoða COBie í hugbúnuðum fyrir  hönnun, framkvæmd og rekstur, einnig í einföldum töflureiknum. Þessi fjölhæfni gerir það að verkum að hægt er að nota COBie óháð stærð verkefna og tæknilegrar fágunar þeirra
  8. DATA DROP: Vísar í “upplýsingaskipti” þar sem skilgreint er á hvaða nákvæmnisstigi byggingahlutar eru þegar ákveðnum áfanga verkefnis er ná (t.d. útboð, verkleg framkvæmd osfrv.).
  9. SKILGREINING GAGNASAMSKIPTA (Data Exchange Specification): Forskrift fyrir rafrænt skráarsnið sem er notuð til að skiptast á rafrænum gögnum milli mismunandi BIM hugbúnaða, og þannig auðvelda samvirkni,t.d. IFC og COBie.
  10. SAMSETT LÍKÖN (Federated Model): Samsett líkön, þar sem nokkur líkön er sett saman í eitt (e. collaborative working)
  11. INDUSTRY FOUNDATION CLASS (IFC): IFC er hlutbundið skráarsnið, sem virkjar samskipti upplýsinga á milli mismunandi hugbúnaða. Þróað af BuildingSMART, alþjóðlega samtök sem sérhæfa sig í opnum stöðlum fyrir BIM. IFC er viðurkenndur staðall.
  12. INFORMATION DELIVERY MANUAL (IDM): Svo að BIM ferli virka þarf að gera tvennt. 1. Upplýsingar þurfa að vera fáanlegar þegar þeirra er þörf og 2. í fullnægjandi gæðum. Þessu er hægt að ná með því að tengja nákvæmnisstig byggingahluta við vörður verkefnisins. ISO 29481-1 skilgreinir aðferðafræði IDM.  IDM er 1 af þremur þáttum í BIM þríhyrningsins (hinir 2 eru Data Dictionary og IFC)
  13. BIM-STJÓRI (Information/BIM Manager): Við mælum með að skipaður sé BIM stjóri fyrir hvert verkefni, sem er ábyrgur fyrir að stjórna afhendingu upplýsinga verkefnisins með BIM verklagi, sæmhæfingu og aðferðum.
  14. BIM STIG 0 – 1 – 2 – 3 (BIM levels): BIM stig hafa verið skilgreind svona:
    • STIG 0: Einfalt – ekkert samstarf, eingöngu stuðst við 2D CAD teikningar. Frálag er mest tvívíðar teikningar á pappír eða rafrænt útprent, jafnvel blanda af báður.
    • STIG 1: Samanstendur oftast af 3D fyrir hugmyndavinnu, 2D fyrir áætlunargerð og teikningar, sérstaklega teikningar til yfirvalda.
    • STIG 2: Helsti munurinn er samvinna á milli fagaðila. Allir aðilar nota sín líkön. Samvinnan felst í því hvernig upplýsingum er deilt á milli fagaðila – og er afgerandi þáttur í þessu stigi. Hönnun er deilt með opnu skráarsniði, sem gerir aðilum kleift að nýta sér upplýsingar frá öðrum og mögulegt að greina árekstrar á milli aðila. Sá hugbúnaður sem notaður er, verður að geta útflutt í opið skráarsnið t.d. IFC (Industry Foundation Class) eða COBie (Construction Operations Building Information Exchange).
    • STIG 3: Í dag er stig 3 markmið flestra sem hafa byrjað innleiðingu á BIM. Stig 3 skilgreinist fyrst og fremst á fullri samvinnu milli fagaðila, þar sem allir aðilar hafa aðgang að og geta unnið í sama líkani, þar sem aðalkosturinn liggur í því að mismvísandi upplýsingum er útrýmt.
  15. NÁKVÆMNISSTIG (Level of Development/Level of Detail/Level of Information): Nákvæmnisstig er notað til að skilgreina hversu nákvæmir BIM hlutir (e. BIM objects) eru í líkaninu og nær yfir a) myndrænt innihald og b) upplýsingar sem tengjast byggingarhlutanum.
  16. Life-Cycle Assessment (LCA): Líftímagreining er greining á umhverfisáhrifum mannvirkja, frá vöggu til grafar, með tilliti til byggingarefna og orkunotkunar, úrgangs og annarra mengandi þátta.
  17. Opið BIM (Open BIM): Nálgun sem byggist á því að allir aðilar geti nálgast upplýsingar um mannvirki þegar þeir þurfa þess. Til að ná þessu eru notuð gagnalíkön BuildingSMART við hönnun, framkvæmd og rekstur, IFC; IDM og IFD. Sem byggist á opnum stöðlum og verkferlum.
  18. PAS 1192: Breskru rammi sem setur kröfur fyrir nákvæmnisstig (myndrænt efni), upplýsingar (ekki myndrænt efni) og upplýsingaskipti.
    • PAS 1192-2 tekur á verklegri framkvæmd (CAPEX) og skilgreinir kröfur fyrir Stig 2
    • PAS 1192-3 tekur á rekstrinum (OPEX), með áherslu á notkun og viðhald af Eignarlíkaninu (e. Asset Information Model) fyrir fasteignastjórnun.
    • PAS 1192-4 skráir „best practice“ fyrir innleiðingu COBie
    • PAS 1192-5 er í vinnslu og mun halda utan um öryggi gagna.
  19. UNICLASS: Breskt flokkunarkerfi sem hópar byggingarhluta (e. objects) saman eftir númerum eftir tegund eða flokki.
  20. UniFormat: Flokkunarkerfi frá Bandaríkjunum og Kanada.

BIM í dag

Þróun á upplýsingatækni í mannvirkjagerð hefur tekið stökk um heim allan með tilkomu aðferðarfræði BIM (e. Building Information Modeling) eða upplýsingalíkön mannvirkja. Aðferðafræðin byggir á því að upplýsingar verkefnis eru samhæfðar, öllum aðgengilegar og því vistaðar miðlægt. Togkrafturinn í þessari þróun er skortur á samverkun (e. interoperability) milli aðila í mannvirkjagerð og dalandi framleiðni. Samkvæmt National Institute of Standards and Technology , er um 15,8 milljörðum dollara á ári sóað í Bandaríkjunum vegna lélegs upplýsingaflæðis og skorts á samverkun í byggingariðnaðinum. Rannsóknir sýna að með auknu upplýsingaflæði milli aðila er hægt að auka samverkunarhæfni sem hefur meðal annars í för með sér:

  • Minni endurvinnu, ágreininga, sóun og seinkanir, þar sem BIM líkanið safnar saman og heldur utan um upplýsingar verkefnisins og sannprófar þær fyrir framkvæmd.
  • Með því að árekstrargreina BIM líkön er hægt að spara 10% af verksamningi.
  • Þrívíddarbirting og eftirlíking rýmisnotkunar hjálpa verkkaupa að skoða rýmiskröfur, sem hugsanlega minnkar breytileika viðskiptavinarins og kemur í veg fyrir „scope creep“.
  • Ákvarðanatökur eru gerðar fyrr í hönnunarferlinu og þær eru byggðar á nákvæmari gögnum. Rannsóknir sýna að kostnaður hefur minnkað um allt að 40% við þetta.
  • Nákvæmari kostnaðaráætlanir (3%) eru framkvæmdar á 80% styttri tíma.
  • Verktími í alverkum styttist um 7%.
  • BIM aðferðafræðin tryggir að gagnasöfnun sé samræmd, tímanleg og aðgengileg, með samkomulagi um hvaða upplýsingar á að afhenda til að tryggja framvindu verkefnisins eftir áæltun.
  • Hönnun hagkvæmra mannvirkja með tilliti til líftímakostnaðar mannvirkisins (e. building lifecycle cost).

Hvað er BIM?

Til að geta tileinkað sér aðferðafræði BIM þurfa þrír þættir að vera til staðar, oft vísað til BIM þríhyrningsins (e. BIM triangle). Þessir þættir eru, ferli (e. process), stefna (e. policy) og tækni (e. technology). Ferli vísar í það hvernig BIM tengist og hefur áhrif á verkferla. Stefna vísar í samkomulag um orðaskilgreiningar eða hugtakasafn og tækni í opið skráarsnið. Upplýsingalíkön mannvirkja, eða BIM, er skilgreint sem það ferli að hanna og stjórna upplýsingum í framkvæmd, með því að búa til sýndarveruleika af framkvæmd verkefnis og geta deilt þeim upplýsingum á milli aðila, á rafrænu formi.
Virðið liggur í opnu skráarsniði, sem gerir aðilum kleift að lesa inn gagnalíkön og upplýsingar á milli forrita, óháð hugbúnaðarframleiðendum.

BIM þríhyrningurinn

BIM þríhyrningurinn

Gagnalíkanið þjónar sem gagnagrunnur og veitir nákvæmar og aðgengilegar rafrænar upplýsingar um hönnun, framleiðslur, framkvæmd, verkefnastjórnun, vörustjórnun, efni og orkunotkun. Með þessu eykst samverkunarhæfni innan byggingariðnaðarins.

BIM studdur hugbúnaður tekur við og býr til upplýsingar á opnu skráarsniði, Industry Foundation Classes (IFC), sem er þróað af BuildingSMART og er opin, alþjóðlega og stöðluð forskrift fyrir BIM gögn. Samtökin BuildingSMART alþjóðleg, hlutlaus og einstök samtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með það að markmiði að styðja við opið BIM. Nýjasta útgáfa buildingSMART gagnalíkansins, IFC 4, var gefin út í mars 2013.

Hönnun

Hönnunartól sem styðja við BIM aðferðafræðina eru orðin óteljandi. Eftir að BIM ruddi sér til rúms þá hefur nýsköpun í byggingageiranum tekið stórt stökk og gerir það eiginlega á hverjum degi. Alltaf eru að koma eitthvað nýtt og því mikilvægt að vera á tánum í þessum málum. FSR/BIM Ísland hefur eitt af markmiðum sýnum að fylgjast með þróun mála og að upplýsa aðila í byggingageiranum um það nýjasta í dag. Reynt verður að gefa þessum nýjungum skil á vef BIM Ísland, www.bim.is.
Einn af ávinningum BIM er árekstrargreining faglíkana. BIM studdur hugbúnaður notar 3D til að hanna og gerir það kleift að hægt er að greina líkönin og sjá hvort einhversstaðar séu byggingahlutar að rekast á. Þetta er kallaður harður árekstur. Einnig er hægt að greina hvort rýmisþarfir séu uppfylltar miðað við hvað var lagt upp með, og er það kallað mjúkur árekstur. Eitt af aðalmarkmiðum BIM er að færa ákvarðanatöku framar í hönnunarferlið, þegar kostnaður við breytingar er sem minnstur. Error! Reference source not found. sýnir hvernig sprinkler stútur er að fara í gegnum ljós í kerfislofti. Ef þetta kæmi fyrst í ljós þegar í framkvæmd er komið, er um umtalsverðan kostnað að ræða.
Þegar ákvarðanatakan hefur færst fram í hönnunarferlinu, verða til áreiðanlegri og nákvæmari hönnunargögn. Þetta gerir hönnuðum kleift að spá fyrir um orkunotkun mannvirkisins og auðveldar stjórnun líftímakostnaðar.

Framkvæmd

Mögleikarnir í BIM aukast þegar komið er að framkvæmdinni sjálfir. Hægt er að gera nákvæman sýndarveruleika af allri framkvæmdinni og þannig hafa betri yfirsýn yfir framkvæmdin og árekstrargreina hvort einhverjir verkþættir eru að rekast á. Þegar tími er tengdur við verkáætlun er talað um 4D. Einnig er hægt að tengja kostnað við byggingahluta og þá er talað um að fimmtu víddinni (5D) sé bætt við.
Spjaldtölvutæknin kemur sterk inn á verkstað. Hægt er að hlaða líkönum upp á „server“ ásamt teikningum. Líkönin eru skoðuð á verkstað og virt fyrir sér hönnunina í þrívídd. Tæknin er komin það langt að hægt er að setja upp þrívíddargleraugu og „ganga um“ líkanið. Einnig er hægt að taka myndir og tengja við ákveðna byggingarhluta og senda sem athugasemd til aðila.
Verkáætlun er einnig hægt að tengja við upplýsingalíkanið sem gerir verktökum kleift að áætla verkröðun og áætla mannafla á verkstað hverju sinni. BIM er gott verkfærii til að nálgast nákvæmar magntökur, sem leiðir af sér minni afföll og eykur sjálfbærni. á framkvæmdatímanum.

Rekstrartækni

Síðast en ekki síst eru líkönin notuð við stjórnun og rekstur fasteignarinnar og þa´einna helst við að greina frammistöðu byggingar á móti hönnun, við gerð viðhaldsáætlana, eignastjórnun, rýmisstjórnun og greiningu á rekstrarkerfurm.
Rekstraraðilar geta notað upplýsingar úr líkönum til þess að reka bygginguna á sem hagkvæmastan hátt og liggja allar upplýsingar um bygginguna í líkaninu. Með því að notast við upplýsingalíkön þá sleppur rekstraraðilin við að blaða í ógrinni af upplýsingum sem fylgja yfirleitt með þegar bygging er afhent til notkunar.
„Mynd: dæmi um afhent gögn til reksturs“