Í nágrannalöndum okkar hefur í vaxandi mæli verið hugað að aðferðum til að minnka líkindi á mistökum í undirbúnings- og hönnunarferlinu. Verulegt skref í þessa átt er innleiðing á upplýsingalíkönum mannvikja, BIM – Building Information Model, og einnig á Íslandi hefur verið unnið að kynningu og innleiðingu á BIM. FSR hefur veitt BIM verkefninu stuðning með ýmsum hætti. Unnið var að því að koma á fót íslenskum vettvangi, BIM Ísland, til að móta íslenska stefnu um hugmyndafræðina og styðja við innleiðingu BIM á Íslandi. Á vef FSR er á öðrum stað gerð grein fyrir upphafi BIM verkefnisins og atburðum, sjá Innlent samstarf. Áhersla FSR hefur verið á að beita hugmyndafræðinni á hagnýtan hátt og vinna að leiðsöguverkefnum sem viðmiðun í innleiðingu BIM í stærri verkefnum. Sérstakur BIM faghópur hjá FSR ásamt forstjóra kemur að þeim stuðningi.