BIM Ísland hefur boðið Peter Bo Olsen, yfirmann tæknimála hjá verktakanum MT Højgaard í Danmörku, til Íslands að kynna nýjan íslenskan staðal sem tók gildi 25. janúar 2019. Staðallinn ÍST EN ISO 19650 fjallar um stjórnun upplýsinga yfir líftíma mannvirkis.
Peter Bo Olsen hefur tekið virkann þátt í þróun þessa staðals. Hann mun kynna stöðu á innleiðingu BIM í MT Højgaard og svo ÍST EN ISO 19650 staðalinn og hvernig hann mun setja mark sitt á mannvirkjageirann í framtíðinni.
Kynningin er opin öllum að kostnaðarlausu.
Kynningin fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M104, 23. maí frá kl. 13-16
Hér er linkur á Facebook skráningu.