MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

MainManager er að vinna að spennandi nýjungum í þeirra vöru þar sem þeir nýta sér alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.
Margt hefur gerst síðan þeir héldu sína síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út . MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Þeir hafa lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteingaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem þeir vilja gefa ykkur innsýn í.

Frítt er inn á viðburðinn.

Ráðstefnan er  í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlega skrá sig með því að senda tölvupóst á info@mainmanager.is

Aðildarfélögum BIM Íslands er boðið að senda einn eða fleiri fulltrúa á vinnustofu um flokkunarkerfi. Hluti af stjórn BIM Ísland hefur farið í gegnum forgreiningu sem verður kynnt á fundinum. Mikilvægt er að ná fram reynslu og sjónarhorni sem flestra. Markmiðið er að eftir fundinn liggi fyrir skýrari línur um hvaða flokkunarkerfi BIM Ísland mun mæla með í íslenskum verkefnum.

7. maí 2019

kl 09.00-11.00

Staðsetning: Salur Verkfræðingafélags íslands, Engjateig 9

Dagskrá:

  • Flokkunarkerfi sem tekin eru fyrir í greiningunni, helstu kosti/galla
  • Greining verkfærahóps á flokkunarkerfum
  • Umræður:
    • Til hvers þarf flokkunarkerfi
    • Hvað hefur verið notað og hver er reynslan
    • Hvað þarf til innleiðingu
  • Rýni á niðurstöðum verkfærahóps
  • Samantekt vinnustofu og næstu skref

Skráning hér að neðan

UM 30 áhugasamir voru mætt á aðra örráðstefnu BIM Ísland sem haldin var 14. mars í Háskólanum í Reykjavík. Þemað að þessu sinni var BIM OG RÁÐGJAFAR. Aðilar frá Lotu, Eflu og VSÓ lýstu reynslu sinni hvernig BIM hefur hjálpað við ákveðin verkefni sem þeir hafa unnið að.

Í upphafi kynntu aðilar frá BIM Ísland starfið á árinu 2018 og hvað stefnt er að því að gera á árinu 2019.

Neðst í greininni má sjá upptöku og af kynningu BIM Íslands, þar sem Hjörtur, Inga og Davíð fara yfir starfið 2018 og hvað koma skal 2019. Einnig er hægt að skoða glærur frá þeirri kynningu hérna.

Svona leit dagsráin út fyrir daginn:

 

16.30-16.40 Velkomin

Kynnir – Hjörtur Sigurðsson

16.40

Kynning á BIM Ísland – Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

16.50

Hannes Ellert, Efla & Helgi Mar, Arkþing

Hús Landsbanka, Austurbakka

17.20

Steinar Ríkharðsson, VSÓ Ráðgjöf

Notkun BIM í hönnun lagnakerfa, Meðferðarkjarninn

17.40

Rúnar Ingi Guðjónsson, Lota

Notkun BIM í hönnun rafkerfa, Meðferðarkjarninn

 

Hér er svo upptaka af kynningu á starfi BIM Ísland

Þá er komið að annarri örráðstefnu á vegum BIM Íslands og er þemað að þessu sinni BIM OG RÁÐGJAFAR. Við fáum til okkar aðila frá Lotu, Eflu og VSÓ sem munu kynna verkefni á þeirra vegum sem unnin eru í BIM.
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars frá kl. 16:30 – 18:30 í stofu M105

Í lok síðasta árs stóð BIM Ísland fyrir örráðstefnunni Betri samvinna með BIM. Þar komu fram fulltrúar Verkís, Isavia og Optimum og fóru yfir hvernig BIM verkfæri og verkferlar hafa stuðlað að góðri samvinnu í nýlegum verkefnum. Hér má sjá glærur frá viðburðinum

Nýr Landsspítali

Nýr Landsspítali

Ísavía

Ísavía

Verkís

Verkís