Drög að félagslögum fyrir BIM Ísland

Eftirfarandi eru drög að félagslögum BIM Íslands

 

Félagslög fyrir BIM Ísland

Lögð til samþykktar á stofnfundi þann 23. maí 2018

 

HEITI OG AÐSETUR
1. gr.
Félagið heitir BIM Ísland.
Aðsetur félagsins er Reykjavík

TILGANGUR OG MARKMIÐ

2. gr.

Tilgangur félagsins er að vera leiðandi samráðsvettvangur í þróun, innleiðingu og stöðlun á BIM á líftíma mannvirkja.
Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM til aukinna gæða mannvirkja og hagræðingar á líftíma þeirra.

AÐILD 
3. gr.

Starfandi íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta orðið aðilar. Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert.

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er annars vegar almennt aðildargjald og hins vegar styrktaraðild sem er að lágmarki tvöfalt árgjald. Styrktaraðilar eru sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni.

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert.

AÐALFUNDUR
4
. gr. 

Æðsta vald í málefnum félagsins hefur aðalfundur.

Aðalfund félagsins skal halda fyrir 1. maí ár hvert og boðar stjórn félagsins til hans með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Aðilar skulu skipa einn aðalfundarfulltrúa hver, sem hefur umboð til fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem fyrir aðalfund liggja, enda hafi þeirra verið getið samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar
Aðilar sem hafa staðið skil á greiðslum félagsgjalda við upphaf aðalfundar hafa heimild til að tilnefna aðalfundarfulltrúa.
Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri.  Einnig skal kosinn ritari fundarins.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnarog skoðunarmanna

Önnur mál

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Auka aðalfund skal halda ef aðilar með 2/3 skráðs atkvæðamagns óska þess. Einnig ef tveir stjórnarmenn krefjast þess eða framkvæmdarstjóri.

STJÓRN
6.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 9 aðilum, formanni og átta meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til 1 árs í senn.  Stjórnin kýs varaformann úr sínum hópi og skiptir með sér verkum. Forfallist formaður á kjörtímabilinu, skal varaformaður taka sæti hans.

Í hverri stjórn skulu sitja minnst 4 stjórnarmeðlimir fráfarandi stjórnar. Kosning skal vera skrifleg ef um mótframboð er að ræða. Falli atkvæði á jöfnu, skal varpa hlutkesti. Aðeins fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem tilnefndir hafa verið eru kjörgengnir til stjórnar félagsins á aðalfundi.

Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda og skal sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskrift meirihluta stjórnar skuldbindur félagið. Stjórn félagsins veitir

prókúruumboð fyrir félagið.

STJÓRNARFUNDIR


7. gr.
Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda.  Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar.  Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar. 

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund.  Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur.  Stjórnarmenn hafa jafnt atkvæðavægi á stjórnarfundi. Halda skal fundargerð um það sem gerist á stjórnarfundum.

STARFSMENN
8. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að ráða starfsmenn félagsins telji hún þess þörf.  Stjórn setur starfsmönnum starfsreglur og ákveður starfskjör hans. Starfsmenn skulu ekki sitja í stjórn félagsins. Stjórn félagsins segir starfsmönnum upp störfum.

VERKEFNI
9. gr.

Stjórn hefur heimild til að leita til sérfræðinga við úrlausn ákveðinna verkefna.

SKOÐUNARMENN REIKNINGA
10. gr.

Á aðalfundi  félagsins skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til að endurskoða reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja fyrir aðalfund. Skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.

REIKNINGSÁRIÐ
11. gr.
Starfsár og reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt hann fyrir skoðunarmenn eigi síðar en 31. mars ár hvert

TEKJUR OG HAGNAÐUR


12. gr.
Aðildarfélög gera ekki arðsemiskröfu til félagsins. Verði hagnaður af rekstri félagsins skal honum varið til þeirra verkefna er greinir í 2. gr. samþykkta félagsins.  Hagnað og tap má flytja milli ára.
Tekjur félagsins skulu samanstanda af:

Árlegum félagsgjöldum aðildarfélaga,

Ýmsum öðrum framlögum og styrkjum.

LAGABREYTINGAR OG GILDISTAKA


13. gr.
Breytingar á lögum félagsins skulu bornar upp til samþykktar á löglega boðuðum aðalfundi og samþykkja með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja fyrir og kynntar aðilum a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund eða aukaaðalfund.

14. gr.
Félaginu verður því  aðeins slitið, að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir um lagabreytingar.
Við slit og skipti félagsins skal verja eignum félagsins til hliðstæðra verkefna og tilgreind eru í 2. gr. eftir nánari ákvörðun aðalfundar.

15. gr.
Lög þessi öðlast gildi frá og með maí 2018.
Samþykkt á stofnfundi félagsins í Kópavogi 23. maí 2018.

Undirritanir allra stjórnarmeðlima, nöfn og kennitölur