Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þrívíðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa. Stjórn BIM Ísland hefur áhuga á að mæla með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön getið stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.

Markmiðið með vinnustofunni er að kynna magntökureglurnar, tækifærin sem í þeim felast fyrir byggingariðnaðinn og fá viðbrögð frá markaðinum um þetta skref.

Vinnustofann fer fram 7 október á Hilton Reykjavik Nordica og stendur frá 9 – 12. Gert verður ráð fyrir góðri kaffipásu og spjalli í raunheimum eftir langan tíma á fjarfundum.

Dagksrá:

  • Kynning á magntökureglum Molio , Søren Spile, Epsilon it
  • Samanburður við íslenskar hefðir, Davíð Friðgeirsson, Verkís
  • Dæmi um magntöku í kóðuðum líkönum, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak
  • Umræðuhópar og opið samtal
  • Samantekt

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn hér en þátttaka er gjaldfrjáls. Skráningu líkur kl 12, 4. október.