Örráðstefna – BIM og rekstur fasteigna

, , , ,

BIM Ísland kynnir örráðstefnuna BIM og rekstur fasteigna

Örráðstefnan verður haldin á fjarfundarformi þann 8. október kl 9:00.

Dagskráin er ekki af verri endanum í þetta skiptið en tveir erlendir gestir ætla að mæta með okkur.

Dagskrá:

9:00 – Stuttur inngangur um BIM Ísland

Esa Halmetoja, Senior Specialist hjá Senaatti í Finnlandi. Senaatti er systurstofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Finnlandi. Esa mun segja frá hvernig Senaatti nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna.

Khoa Dang Ngo, head of digital hjá Campus Service fyrir Tækniháskóla Danmerkur DTU. Khoa mun segja okkur frá hvernig DTU nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna DTU. Campus service DTU fengu nýlega dönsk verðlaun, Digitaliseringsprisen, fyrir innleiðingu stafrænna verkferla.

Við hlökkum til að sjá ykkur á öldum ljósvakans.

Hér er hlekkur á viðburðinn