Uppfærslur á leiðbeiningum og áskrift

BIM Ísland mælir með verklagi frá Molio fyrir flokkun byggingahluta, magntöku og uppbyggingu líkana ásamt IFC leiðbeiningum.

Molio er þessa dagana  að uppfæra mörg af skjölum sínum ásamt því að þýða þau yfir á ensku. Eftir uppfærsluna þarf að greiða fyrir aðgengi að þessum skjölum.

Molio hefur í samstarfi við BIM Ísland sett upp áskriftarleiðina Molio International. Við teljum þessa áskriftarleið vera hagkvæman kost fyrir íslenska notendur. Molio International veitir aðgang að enskum útgáfum, ásamt einstaka læstum skjölum. Við kaup á aðgangi þarf að velja hlutverk  „advisor“, „contractor“ eða  „others“ og síðan fjölda starfsmanna.

Meðal uppfærðra leiðbeininga sem BIM Ísland vísar í núna eru uppfærðar leiðbeiningar fyrir magntökureglur frá Molio á ensku í stað dönsku.