MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

MainManager er að vinna að spennandi nýjungum í þeirra vöru þar sem þeir nýta sér alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.
Margt hefur gerst síðan þeir héldu sína síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út . MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Þeir hafa lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteingaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem þeir vilja gefa ykkur innsýn í.

Frítt er inn á viðburðinn.

Ráðstefnan er  í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlega skrá sig með því að senda tölvupóst á info@mainmanager.is

Annar aðalfundur BIM Ísland var haldinn þann 29. Apríl 2019.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, þar sem meðal annars var kosið um lagabreytingu á aðildargjöldum, kosið í stjórn félagsins sem og skoðunarmenn næsta árs. Sjá nánar í fundargerð sem kemur á vefinn innan skamms. Að dagskrá lokinni voru áherlslur og dagskrá næsta starfsárs kynntar. Að lokum var Ástríður Elín Ásgeirsdóttir, þróunarstjóri VDC frá Per Aarsleff, með kynningu á innleiðingu VDC í Aarsleff.

 

 

Aðildarfélögum BIM Íslands er boðið að senda einn eða fleiri fulltrúa á vinnustofu um flokkunarkerfi. Hluti af stjórn BIM Ísland hefur farið í gegnum forgreiningu sem verður kynnt á fundinum. Mikilvægt er að ná fram reynslu og sjónarhorni sem flestra. Markmiðið er að eftir fundinn liggi fyrir skýrari línur um hvaða flokkunarkerfi BIM Ísland mun mæla með í íslenskum verkefnum.

7. maí 2019

kl 09.00-11.00

Staðsetning: Salur Verkfræðingafélags íslands, Engjateig 9

Dagskrá:

  • Flokkunarkerfi sem tekin eru fyrir í greiningunni, helstu kosti/galla
  • Greining verkfærahóps á flokkunarkerfum
  • Umræður:
    • Til hvers þarf flokkunarkerfi
    • Hvað hefur verið notað og hver er reynslan
    • Hvað þarf til innleiðingu
  • Rýni á niðurstöðum verkfærahóps
  • Samantekt vinnustofu og næstu skref

Skráning hér að neðan

Þann 29. apríl kl. 14:30 verður aðalfundur BIM Ísland haldinn í húsakynnum Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. 

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4. Lagabreytingar 

  • Kosið verður um lagabreytingu á 3. grein, sjá texta hér fyrir neðan

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna 

Tveir aðilar í núverandi stjórn gefa ekki kost á sér á næsta ári og leitum við því eftir 2 áhugasömum aðilum í stjórn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórn á bim@bim.is eða í síma 840-2772 (Inga)

7. Önnur mál  

Nánar auglýst síðar.

8. Kynning frá Ástríði Elínu Ásgeirsdóttur, Þróunarstjóra VDC hjá Per Aarsleff í Danmörku, þar sem farið verður stuttlega yfir BIM/VDC í Aarsleff og svo hvernig BIM/VDC hefur verið notað í tveim verkefnum hjá þeim, BIO4 og Letbanen.

 

LAGABREYTING Á 3. GREIN (Breyting með rauðu letri):

AÐILD  

  1. gr.

Umsóknum um aðild skal beina til stjórnar og skal umsóknaraðild afgreidd á stjórnarfundi. Aðilar skulu greiða árgjald fyrir 1. mars ár hvert. 

Stjórn félagsins gerir tillögu að árgjaldi og leggur fyrir aðalfund. Árgjald er fjórskipt: 

Einyrkjaaðild 1 

Aðild minni fyrirtækja, færri en 8 starfsmenn 

Aðild stærri fyrirtækja, 8 eða fleiri starfsmenn 

Aðild menntastofnana 2 

Styrktaraðild 3 

  1. Einyrkjaaðild veitir ekki atkvæðarétt á aðalfundi 
  2. Menntastofnanir greiða ekki árgjald 
  3. Styrktaraðilar eru auk þess sýnilegri á heimasíðu félagsins og kynningarefni. 

 

Aðilar skulu tilkynna stjórn félagsins skriflega um úrsögn fyrir 1. febrúar ár hvert. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Hér er hægt að skrá sig á Aðalfundinn