Þróunarstig byggingarhluta á íslensku
BIM Ísland hefur nú þýtt Bygningsdelsspecifikationer frá Dikon yfir á íslensku, en ritið skilgreinir þróunarstig á helstu byggingahlutum. Með þessu riti er nú í fyrsta skipti til skjal á íslensku sem hægt er að vísa í þegar kemur að skilgreiningum á þróunarstigi á byggingahlutum. Allar ábendingar eru vel þegnar á bim@bim.is