Önnur útgáfa af CCI leiðbeiningum

BIM Ísland hefur nú uppfært skjalið Inngangur að CCI flokkunarkerfinu sem heitir nú CCI leiðbeiningar. Um er að ræða umtalsverð uppfærslu á eldri leiðbeiningum. Skjalinu er ætlað að auðvelda verkkaupum framsetningu á kröfum til flokkunar í verkefnum og hönnunarteymum að taka upp flokkun byggingarhluta í líkönum.

Settur var á vinnuhópur um verkefnið sem eftirfarandi skipuðu:

  • Davíð Friðgeirsson, FSRE
  • Elvar Ingi Jóhannesson, ÖRUGG verkfræðistofa
  • Guðmundur J. Ludvigsson, MainManager
  • Hannes Ellert Reynisson, Ístak
  • Hjörtur Pálsson, Optimum
  • Hörður Arge Sveinsson, Ístak

Vinnan hófst með hálfs dags vinnustofu þar sem línur voru lagðar og ákvarðanir teknar. Elvar, Hjörtur og Davíð mynduðu vinnuhóp um gerð gagnanna. Hannes og Hörðu sáu um rýni.

Von er á IFC export leiðbeiningar fyrir CCI og Revit fljótlega sem er einnig afurð þessarar vinnu.