BIM Ísland stefnir á uppfærslu leiðbeininga „Inngangur að CCI flokkunarkerfinu“. Borist hafa nokkrar athugasemdir og leiðbeiningar frá MOLIO hafa verið uppfærðar. Við værum til í að setja saman 4-6 manna vinnuhóp um verkefnið. Best er ef þátttakendur hafi talsverða reynslu af notkun CCI eða CCS flokkunarkerfisins. Áhugasamir geta sent póst á bim@bim.is fyrir 21. september.