Fimmtudaginn, 13. júní verður næsta örráðstefna BIM Ísland. Þemað að þessu sinni er BIM og arkitektar.

BIM Ísland hefur fengið nokkra góða aðila frá arkitektastofum til að koma og segja frá reynslu sinni af BIM verkefnum.

 

Dags. 13. júní 2019

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Stofa: M105

Tími: 15:30-18:00

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

MainManager er að vinna að spennandi nýjungum í þeirra vöru þar sem þeir nýta sér alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.
Margt hefur gerst síðan þeir héldu sína síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út . MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Þeir hafa lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteingaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem þeir vilja gefa ykkur innsýn í.

Frítt er inn á viðburðinn.

Ráðstefnan er  í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlega skrá sig með því að senda tölvupóst á info@mainmanager.is

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmda- stýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning. BIM Ísland hefur undirritað formlegan samstarfssamning við Vistbyggðar- ráð til tveggja ára. Markmiðið er að vinna sameiginlega að því að kynna hagnýtar leiðir og aðferðir við undirbúning og framkvæmdir við mannvirkjagerð á Íslandi.

Samstarf VBR og BIM Ísland mun hverfast um annars vegar einstaka viðburði, en hins vegar um virka samvinnu varðandi kynningu og innleiðingu á aðferðarfræðinni, sem er til þess fallin að auka gæði og efla samvinnu og upplýsingagjöf þeirra aðila sem vinna að hönnun og framkvæmdum með sjálfbærni markmið að leiðarljósi. Þá mun hvor aðili um sig efla almenna kynningu og upplýsingagjöf til félagsmanna um starfsemi félaganna. Á tímabilinu munu BIM Ísland og VBR standa saman að a.m.k. einum opnum fundið eða málþingi um aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Einnig er stefnt að því að eiga samstarf um fræðslufundi og/eða námskeið um notkun upplýsingatækni í hönnun og framkvæmdum með áherslu á samstarf og þverfaglega nálgun í vistvænni hönnun. En í verkefnum þar sem unnið er með vistvæna vottun mannvirkja, er  mikil áhersla lögð á gagnsæi og gott upplýsingaflæði á milli allra þeirra aðila sem koma að verkinu frá upphafi. Notkun nútímalegra upplýsingalíkana eins og BIM tryggir að allar upplýsingar séu aðgengilegar og á einum stað,  sem eykur samverkunarhæfni, gæði og gott samræmi í öllu hönnunar og framkvæmdaferlinu.

Óskar Valdimarsson

Minningarorð

Óskar Valdimarsson hóf störf hjá Framkvæmdasýslu ríkisins árið 1996. Hann var forstjóri frá árinu 1999 en nú í sumar fögnuðum við 15 ára starfsafmæli hans sem forstjóra. Óskar hafði mikinn metnað fyrir hönd stofnunarinnar og lagði hann ríka áherslu á að Framkvæmdasýslan væri ávallt í fararbroddi og þannig leiðandi afl á sínu sviði. Undir forystu hans hafa verið stigin mörg framfaraskref á sviði opinberra framkvæmda. Strax árið 1999 var ákveðið að FSR tæki upp gæðastjórnun. Gæðastjórnunarkerfi stofnunarinnar hlaut vottun haustið 2012 og var FSR þar með ein allra fyrsta opinbera stofnunin á Íslandi sem var með vottað gæðastjórnunarkerfi. Þetta verkefni er lýsandi fyrir framsýni Óskars og elju í starfi.

Óskar var í eðli sínu frumkvöðull sem lagði áherslu á frumkvæðisverkefni. Vistvæn gildi voru honum hugleikin og hafði hann forystu um að innleiða þau með vistvænum byggingarferlum og byggingum. Þannig lagði hann til að helstu verkefni FSR fengju alþjóðlega vottun og hefur það náð fram að ganga. Þá hefur stofnunin verið í fararbroddi við að innleiða vistvæn og sjálfbær viðhorf í íslenskum byggingariðnaði. FSR er stofnaðili Vistbyggðaráðs og nýtti Óskar einnig krafta sína innan Nordic Built verkefnisins.

Óskar innleiddi BIM, upplýsingalíkön mannvirkja, í verkefnum FSR en það er aðferðafræði við hönnun mannvirkja, þar sem hönnuðir gera rafræn, þrívíð líkön af mannvirkjum. Markmiðið er að bæta gögn og minnka líkindi á mistökum á undirbúnings- og hönnunarstiginu. Óskar vann ötullega að því að koma á fót íslenskum vettvangi, BIM Ísland, til að styðja við innleiðinguna hérlendis. Hann var öflugur í erlendu samstarfi og nutum við samstarfsfólk hans þess.

Ráðagóður, hvetjandi og yfirvegaður eru orð sem lýsa Óskari sem stjórnanda og samstarfsmanni. Hann var fagmaður sem var alltaf yfirvegaður og er það eiginleiki sem kom sér einkar vel í starfi. Hann sýndi starfsmönnum sínum mikið traust en ávallt var hægt að leita til hans og fá góð ráð og leiðsögn.

Starfsfólk FSR hefur verið með leynivinaviku á aðventunni undanfarin ár. Þá er litlum vinagjöfum lætt til samstarfsmanna og í lok vikunnar kemur starfsfólkið saman, búið veitingum að heiman og þá giskar fólk á hver leynivinurinn er. Ávallt eru nöfn starfsmanna nefnd en þó var það svo að nafn Nínu eiginkonu Óskars var iðulega nefnt. Oftar en ekki átti sá kollgátuna enda báru gjafirnar þess merki.

Nína er einstök kona og var augljóst hvaða hug Óskar bar til hennar enda kom alltaf blik í augun á honum þegar Nínu bar á góma, virðingin og væntumþykjan leyndi sér ekki.

Það hefur verið mikil gæfa að fá að vinna með Óskari, betri samstarfsfélaga er ekki hægt að hugsa sér. Við erum lánsöm að hafa notið leiðsagnar hans og erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Við samstarfsfólk Óskars hjá Framkvæmdasýslu ríkisins vottum Nínu, dóttur, stjúpdóttur, tengdasonum, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Megi minningin um góðan mann veita ykkur styrk í sorginni.

Fyrir hönd samstarfsfólks hjá FSR,
Halldóra Vífilsdóttir

 

ESB samþykkir BIM
,

ESB hefur samþykkt lög að auka rými opinberra aðila að krefjast að notast verði við BIM aðferðafræðina í opinberum verkefnum.

Opinberir aðilar eru ekki lengur skyldugir til þess að taka lægsta boðinu. heldur þurfa þeir að skoða LCC eða líftímakostnað byggingarinnar. Sem gæti haft í för með sér verulegan sparnað þar sem  80% af heildarkostnaði byggingar er í rekstrinum.

“For works contracts and design contests, Member States may require the use of specific electronic tools, such as of building information electronic modeling tools or similar.”

 

 

 

Vefurinn BIM Ísland opnar aftur eftir upplyftingu. Strákarnir í OPEX hafa aðstoðað okkur við gerð þessarar síðu og eiga þeir þakkir skilið.

opex-logo