Í dag byggja reglur við magntöku á íslenskum markaði oftast á gömlum óskrifuðum hefðum. Þessar hefðir styðja ekki endilega við notkun þrívíðra líkana sem getur skapað vandamál og misskilning á milli hönnuða, verktaka og verkkaupa. Stjórn BIM Ísland hefur áhuga á að mæla með notkun á magntökureglum frá Molio á Íslandi. Það er okkar trú að samþætt notkun á flokkunarkerfi og magntökureglum sem styðja við líkön getið stuðlað að hagræði fyrir alla virðiskeðju byggingaframkvæmda.

 

Markmiðið með vinnustofunni er að kynna magntökureglurnar, tækifærin sem í þeim felast fyrir byggingariðnaðinn og fá viðbrögð frá markaðinum um þetta skref.

Vinnustofann fer fram 7 október á Hilton Reykjavik Nordica og stendur frá 9 – 12. Gert verður ráð fyrir góðri kaffipásu og spjalli í raunheimum eftir langan tíma á fjarfundum.

 

Dagksrá:

  • Kynning á magntökureglum Molio , Søren Spile, Epsilon it
  • Samanburður við íslenskar hefðir, Davíð Friðgeirsson, Verkís
  • Dæmi um magntöku í kóðuðum líkönum, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak
  • Umræðuhópar og opið samtal
  • Samantekt

 

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn hér en þátttaka er gjaldfrjáls. Skráningu líkur kl 12, 4. október.

Síðastliðið haust hófst kennsla á nýrri námsbraut í upplýsingatækni í mannvirkjagerð við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík.

Við þarfagreiningu sem gerð var fyrir rúmu ári síðan kom í ljós að þörf fyrir nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð er mikil og þar sem iðn- og tæknifræðideild leitast við að vera í góðu samstarfi við atvinnulífið og að bregðast við kröfum þess með því að bjóða upp á það nám sem þörf er fyrir hverju sinni var ákveðið að hefja þróun námsins strax og hófst kennsla í því síðastliðið haust. Um er að ræða eins árs hagnýtt diplómanám sem ætlað er að veita nemendum hagnýta þekkingu á stafrænni tækni í mannvirkjagerð og upplýsingalíkönum mannvirkja eða BIM (e. Building Information Modeling).  

 Nemum

Kennslan í vetur gekk vel og útskrifast fyrstu nemendurnir af brautinni í júní. Umsagnir nemenda bera náminu gott vitni:

„Námið kemur manni í skilning um hvað BIM og UT í mannvirkjagerð raunverulega snýst um. Allir kennararnir koma af vinnumarkaðnum og eru því með praktíska nálgun á efnið sem er frábært.“

„Upplýsingatækni í mannvirkjagerð hefur gefið mér góða innsýn á þróun byggingariðnaðarins og hvernig hægt er að vera virkur í þróuninni.“

 

Upplýsingalíkön mannvirkja eða BIM gerir hönnunargögn tölvulæsanleg, sem gerir aðilum kleift að m.a. auka gæði hönnunargagna og nota þær upplýsingar áfram til að ná fram hagræðingu í framkvæmd og rekstri með ýmsum hætti.

Í náminu öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu á aðferðafræði BIM og hvernig upplýsingatækni nýtist við hönnun, framkvæmd og rekstur mannvirkja. Nemendur læra að beita BIM aðgerðum og ferlum ásamt því að þekkja til faglegra starfshátta og hvernig nýta eigi þessa þekkingu við lausn á hagnýtum verkefnum. Lögð verður áhersla á að nemendur geti nýtt sér mismunandi BIM aðgerðir og kynnist upplýsingatækni almennt í mannvirkjagerð og tengingu hennar við 4. iðnbyltinguna.

 

Hægt er að sækja um nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og fá frekari upplýsingar um námið hér: https://www.ru.is/grunnnam/idnfraedi/upplysingataekni-i-mannvirkjagerd/. Einnig má snúa sér beint að Hjördísi Láru, verkefnastjóra námsins, fyrir nánari upplýsingar.

Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl kl. 15:30 – 16:30 á Teams.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  7. Önnur mál

 

Aðilar skulu skipa einn aðalfundarfulltrúa hver, sem hefur umboð til fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem fyrir aðalfund liggja, enda hafi þeirra verið getið samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar.

 

Aðilar sem hafa staðið skil á greiðslum árgjalda við upphaf aðalfundar hafa heimild til að tilnefna aðalfundarfulltrúa.

Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum.

Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi.

Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra.

Tæknibylting í mannvirkjagerð

Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum.

Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur.

Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja.

BIM Ísland er tilbúið

BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði.

Næsta örráðstefna BIM Íslands verður að þessu sinni um hvernig flugvallarrekstur getur verið hagkvæmari með BIM.

Fyrirlestrar frá

Kenneth Passarge, BIM Lead at Copenhagen Airport:

Design to Operation – Asset Information Requirements & Quality Assurance at Copenhagen Airport

Jean-Manuel Lejeune, Head of Digital transformation and Michael Earley, BIM Manager, Dublin Airport:

Baggage Handling System Asset Delivery from Procurement to Operation at Dublin Airport


Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur !

Nú er komið að seinni örráðstefnu BIM Ísland um CCI flokkunarkerfið. Nú munum við sjá dæmi um það hvernig kerfið hefur verið nýtt í ýmsum verkefnum.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Simon Fredenslund, IKT-Koordinator hjá Aarhus Universitet segir okkur frá því hvernig CCS er notað í fasteignaumsjónkerfi þar sem haldið er utan um ýmis tæknikerfi.

Troels Hoff, Senior Specialist Manager – Head of BIM hjá Rambøll í Danmörku mun fjalla um hvernig Rambøll nýta sér flokkunarkerfi og verkfæri fyrir flokkun.

Kristian Mouridsen – VDC-Coordinator & ICT-Leader, NCC i Danmark fjallar um hvernig flokkunarkerfi eru nýtt í verkefnum NCC.

Hlekkur á skráningu

Hlekkur á ZOOM fund