Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl kl. 15:30 – 16:30 á Teams.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  7. Önnur mál

 

Aðilar skulu skipa einn aðalfundarfulltrúa hver, sem hefur umboð til fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem fyrir aðalfund liggja, enda hafi þeirra verið getið samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar.

 

Aðilar sem hafa staðið skil á greiðslum árgjalda við upphaf aðalfundar hafa heimild til að tilnefna aðalfundarfulltrúa.

Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum.

Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi.

Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra.

Tæknibylting í mannvirkjagerð

Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum.

Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur.

Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja.

BIM Ísland er tilbúið

BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði.

Næsta örráðstefna BIM Íslands verður að þessu sinni um hvernig flugvallarrekstur getur verið hagkvæmari með BIM.

Fyrirlestrar frá

Kenneth Passarge, BIM Lead at Copenhagen Airport:

Design to Operation – Asset Information Requirements & Quality Assurance at Copenhagen Airport

Jean-Manuel Lejeune, Head of Digital transformation and Michael Earley, BIM Manager, Dublin Airport:

Baggage Handling System Asset Delivery from Procurement to Operation at Dublin Airport


Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur !

Nú er komið að seinni örráðstefnu BIM Ísland um CCI flokkunarkerfið. Nú munum við sjá dæmi um það hvernig kerfið hefur verið nýtt í ýmsum verkefnum.
BIM Ísland hefur lýst yfir stuðningi við CCI flokkunarkerfinu á íslenskum markaði. Flokkunarkerfi er grunnurinn að hagnýtingu líkana í framkvæmd og rekstri mannvirkja. Innleiðing á CCI flokkunarkerfinu getur skapað grunn að hagræðingu í mannvirkjagerð næstu áratugina.

Örráðstefnan verður haldinn á fjarfundarformi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 09:00.

Dagskrá:

Simon Fredenslund, IKT-Koordinator hjá Aarhus Universitet segir okkur frá því hvernig CCS er notað í fasteignaumsjónkerfi þar sem haldið er utan um ýmis tæknikerfi.

Troels Hoff, Senior Specialist Manager – Head of BIM hjá Rambøll í Danmörku mun fjalla um hvernig Rambøll nýta sér flokkunarkerfi og verkfæri fyrir flokkun.

Kristian Mouridsen – VDC-Coordinator & ICT-Leader, NCC i Danmark fjallar um hvernig flokkunarkerfi eru nýtt í verkefnum NCC.

Hlekkur á skráningu

Hlekkur á ZOOM fund

BIM Ísland kynnir örráðstefnuna BIM og rekstur fasteigna

Örráðstefnan verður haldin á fjarfundarformi þann 8. október kl 9:00.

Dagskráin er ekki af verri endanum í þetta skiptið en tveir erlendir gestir ætla að mæta með okkur.

Dagskrá:

9:00 – Stuttur inngangur um BIM Ísland

Esa Halmetoja, Senior Specialist hjá Senaatti í Finnlandi. Senaatti er systurstofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Finnlandi. Esa mun segja frá hvernig Senaatti nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna.

Khoa Dang Ngo, head of digital hjá Campus Service fyrir Tækniháskóla Danmerkur DTU. Khoa mun segja okkur frá hvernig DTU nýtir upplýsingatækni við rekstur fasteigna DTU. Campus service DTU fengu nýlega dönsk verðlaun, Digitaliseringsprisen, fyrir innleiðingu stafrænna verkferla.

Við hlökkum til að sjá ykkur á öldum ljósvakans.

Hér er hlekkur á viðburðinn

 

 

Fyrsti BIM dagurinn var haldinn 31. Október s.l. þar sem aðilar úr byggingariðnaðinum komu saman og hlustaðu á fjölbreytt erindi um möguleika BIM og upplýsingatækni á öllum stigum í framkvæmdum.

Marzia Bolpagni, Senior BIM advisor hjá MACE í London fræddi okkur m.a. um upplýsingakröfur í BIM verkefnum, þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina virði og notkun BIM fyrir hvert verkefni ásamt því að fjalla um hvernig BIM hefur áhrif á lagalegt umhverfi. Að lokum fjallaði hún um nákvæmni- og þróunarstig BIM líkana og hvernig er hægt að staðfesta að þeim hafi verið náð.

Marzia Bolpagni

Marzia Bolpagni

Næstur á svið var Christian Østen, VDC Group manager hjá Aarsleff í Aarhus. Hans fyrirlestur fjallaði um samvinnuverkefni á milli Aarsleff, Arkitema og Cowi, en þessi fyrirtæki hafa rýnt í sína samvinnuferla í samkeppnisverkefnum til að geta nýtt sér upplýsingar í BIM líkönum til að betrumbæta og hagnýta samkeppnisferlið sín á milli.

Christian Østen

Christian Østen

Byggingaflokkunarkerfi voru kynnt af Thomas Holm og hvernig þeim er beitt í verkefnum. Thomas er byggingafræðingur og vinnur sem BIM ráðgjafi hjá Ajoursystems í Danmörku. Hann fór yfir tegundir byggingaflokkunarkerfa og hver ávinningurinn af notkun þeirra er t.d. í gerð kostnaðaráætlana, magntöku og rýni á hönnunargögnum.

Thomas Holm

Thomas Holm

Katrín Jóhannesdóttir vinnur sem Senior advisor hjá Skanska í Noregi og sagði frá stærsta samgönguverkefni í Noregi. Í þessu verkefni fóru öll samskipti fram í skýjalausn og voru engar teikningar gefnar út, aðeins líkön. Hún fór yfir ávinninga og hindranir í innleiðingarferlinu.

Katrín og Hjörtur

Katrín Jóhannesdóttir

Síðasti fyrirlesarinn var Michael Hoffmann Erichsen, framkvæmdastjóri Optimise, en Optimise sérhæfir síg í BIM ráðgjöf til verkkaupa og verktaka sem vilja tryggja að þeir fái sem mest út úr hinu stafræna samstarfi. Hann kom inn á mikilvægi þess að samningar hafi ákvæði um stafræn samskipti (ICT) og að samstarfið sjálft er mikilvægast, tæknin gerir okkur það bara kleift að vinna betur og nánar saman.

Michael Hoffmann Erichsen

Michael Hoffmann Erichsen

Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á léttar veitingar og voru fyrirtæki með kynningar á sínum vörum.

Óhætt er að segja að dagurinn heppnaðist vel í alla staði og var uppselt á viðburðinn.

Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Stjórn BIM Íslands.

FacebookDeila

Örráðstefna á vegum BIM Ísland verður haldinn 19. september í húsakynnum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík frá kl. 9:00-11:00.

Að þessu sinni verður þemaið BIM og Verktakar.

Dagskrá:
Innslag frá BIM Ísland
Ístak með erindi um reynslu sína af BIM
ÍAV með erindi um reynslu sína af BIM

Hlökkum til að sjá ykkur!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

Fimmtudaginn, 13. júní verður næsta örráðstefna BIM Ísland. Þemað að þessu sinni er BIM og arkitektar.

BIM Ísland hefur fengið nokkra góða aðila frá arkitektastofum til að koma og segja frá reynslu sinni af BIM verkefnum.

 

Dags. 13. júní 2019

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Stofa: M105

Tími: 15:30-18:00

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Gott væri ef fólk gæti deilt viðburðinum frá Facebook og skráð mætingu þar einnig.

 

Kveðja, stjórn BIM Íslands

MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

MainManager er að vinna að spennandi nýjungum í þeirra vöru þar sem þeir nýta sér alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.
Margt hefur gerst síðan þeir héldu sína síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út . MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Þeir hafa lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteingaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem þeir vilja gefa ykkur innsýn í.

Frítt er inn á viðburðinn.

Ráðstefnan er  í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlega skrá sig með því að senda tölvupóst á info@mainmanager.is

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning.

Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmda- stýra Vistbyggðarráðs og Haraldur Arnórsson framkvæmdastjóri BIM Ísland undirrita samstarfssamning. BIM Ísland hefur undirritað formlegan samstarfssamning við Vistbyggðar- ráð til tveggja ára. Markmiðið er að vinna sameiginlega að því að kynna hagnýtar leiðir og aðferðir við undirbúning og framkvæmdir við mannvirkjagerð á Íslandi.

Samstarf VBR og BIM Ísland mun hverfast um annars vegar einstaka viðburði, en hins vegar um virka samvinnu varðandi kynningu og innleiðingu á aðferðarfræðinni, sem er til þess fallin að auka gæði og efla samvinnu og upplýsingagjöf þeirra aðila sem vinna að hönnun og framkvæmdum með sjálfbærni markmið að leiðarljósi. Þá mun hvor aðili um sig efla almenna kynningu og upplýsingagjöf til félagsmanna um starfsemi félaganna. Á tímabilinu munu BIM Ísland og VBR standa saman að a.m.k. einum opnum fundið eða málþingi um aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Einnig er stefnt að því að eiga samstarf um fræðslufundi og/eða námskeið um notkun upplýsingatækni í hönnun og framkvæmdum með áherslu á samstarf og þverfaglega nálgun í vistvænni hönnun. En í verkefnum þar sem unnið er með vistvæna vottun mannvirkja, er  mikil áhersla lögð á gagnsæi og gott upplýsingaflæði á milli allra þeirra aðila sem koma að verkinu frá upphafi. Notkun nútímalegra upplýsingalíkana eins og BIM tryggir að allar upplýsingar séu aðgengilegar og á einum stað,  sem eykur samverkunarhæfni, gæði og gott samræmi í öllu hönnunar og framkvæmdaferlinu.