CCI leiðbeiningar fyrir Revit

Þegar byggingarhlutir hafa verið flokkaðir og auðkenndir í hönnunarhugbúnaði er mikilvægt að þær upplýsingar skili sér rétt yfir í IFC líkanið. IFC skrársniðið er opið skrársnið sem öll BIM forrit þurfa að geta lesið eða búið til eftir atvikum. Líkönum mun verða miðlað á IFC skrársniði og nýtt í framkvæmd og rekstur mannvirkja.

Til að tryggja rétta uppsetningu og yfirfærslu CCI upplýsinga úr Revit yfir í IFC hefur BIM Ísland tekið saman CCI leiðbeiningar fyrir Revit. BIM Ísland hefur áhuga á að taka saman samskonar leiðbeiningar fyrir önnur forrit í samvinnu við markaðinn.

Ábendingar má senda á bim@bim.is