Miðasala hafin á Dag stafrænnar mannvirkjagerðar

Þann 11. maí næstkomandi efnir BIM Ísland til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu. Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungar framtíðarinnar. Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð; hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og aðra sérfræðinga og því kjörið tækifæri til að fræðast um þá miklu framþróun sem er í stafrænni mannvirkjagerð um þessar mundir.

Þann 11. maí næstkomandi efnir BIM Ísland til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu. Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálærni, stjórnsýslu og tækninýjungum framtíðarinnar.

Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð; hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og aðra sérfræðinga og því kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná til iðnaðarins.

Gert er ráð fyrir rúmlega 200 gestum sem eiga það sameiginlegt að vilja kynna sér allt sem viðkemur stafrænni mannvirkjagerð. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða fjölbreyttir erlendir aðilar sem koma að
stafrænni mannvirkjagerð og mun innviðaráðherra ávarpa ráðstefnuna. Meðal fyrirlesara verða OLe Berard hjá ConTechLab, Molio Danmörku, Hrefna Rún Vignisdóttir hjá Sintef Noregi, Magdalena Muniak hjá Cowi, Danmörku. Hér er frábært tækifæri til að auka þekking á þeirri miklu framþróun sem er í stafrænni mannvirkjagerð um þessar mundir ásamt því að hitta kollega.

Miðaverð á ráðstefnuna er 18.900. kr. og fer miðasala fram á tix.is.
Innifalið í miðaverði er morgunverður, hádegisverður og síðdegiskaffi.
Ráðstefnunni lýkur svo með glæsilegu kokteilboði.