Aðalfundur BIM Íslands þriðjudaginn 18. apríl kl. 15:00
Kæru aðildarfélagar,
Aðalfundur BIM Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 15:00 – 16:00 hjá Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35
Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna
- Önnur mál
Aðilar skulu skipa einn aðalfundarfulltrúa hver, sem hefur umboð til fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem fyrir aðalfund liggja, enda hafi þeirra verið getið samkvæmt boðaðri dagskrá aðalfundar.
Aðilar sem hafa staðið skil á greiðslum árgjalda við upphaf aðalfundar hafa heimild til að tilnefna aðalfundarfulltrúa.
Stjórn BIM Ísland leggur til eftirfarandi lagabreytingu á 2 gr.
Núverandi:
Tilgangur félagsins er að vera leiðandi samráðsvettvangur í þróun, innleiðingu og stöðlun á BIM á líftíma mannvirkja.
Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM til aukinna gæða mannvirkja og hagræðingar á líftíma þeirra.
Tillaga að lagabreytingu:
Tilgangur félagsins er að vera leiðandi samráðsvettvangur í þróun, innleiðingu og stöðlun á BIM og upplýsingatækni í mannvirkjagerð á líftíma mannvirkja.
Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og upplýsingatækni til aukinna gæða mannvirkja og hagræðingar á líftíma þeirra.
f.h. stjórnar BIM Íslands
Davíð Friðgeirsson