Framkvæmdir við Fangelsið á Hólmsheiði í fullum gangi

,

Framkvæmdir við Fangelsið á Hólmsheiði eru í fullum gangi og er aðferðafræði BIM notuð við framkvæmdina. Lokið er við uppsteypu sökkla og er verið að vinna í uppsettningu forsteyptra eininga og samsteypu þeirra.

Verktaki nýtir sér BIM líkanið til þess að tengja við verkáætlun. Verktaki hefur líka sýnt spjaldtölvuvæðingunni aukin áhuga og hefur í hyggju að prófa spjaldtölvu lausn sem sameinar bæði hefbundnar teikningar og þrívídd líkön. BIM Ísland mun gera þessari spjaldtölvu tækni betri skil þegar reynsla er komin á þá tækni.

Nýverið var fjallað um framkvæmdina í fréttum hjá RÚV.

BIM fyrir verktaka

FSR hefur sett upp BIMlab í fangelsinu þar sem verktaki hefur aðgang að líkaninu. FSR hefur einnig leitað að réttum tækjum og tólum til þess að sýna verktaka hvernig hann getur nýtt sér þá endalausu möguleika af BIM. Skoðaðar hafa verið spjaldtölvulausnir. Ekki er mikið um launsir sem henta IFC líkönum en þá má finna að minnsta kost tvær lausnir sem FSR hefur kíkt á.