Frábær þátttaka á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar
Það var frábær þátttaka og mikil stemming á degi stafrænnar mannvirkjagerðar sem haldin var af BIM Ísland í Hörpu þann 11. Maí sl. Sigurður Ingi innviðaráðherra setti ráðstefnuna og Bergur Ebbi var ráðstefnustjóri. Fyrirlesarar fluttu áhugaverð erindi þar sem áherslan var lögð á þær stafrænu umbreytingar sem geta aukið virðissköpun og hagrætt í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja, með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungum framtíðarinnar.
Fjöldi fyrirtækja sýndi vörur sínar og þjónustu á sýningarsvæði ráðstefnunnar og gátu gestir kynnst sér þær.
BIM Ísland þakkar gestum, fyrirlesurum og sýnendum fyrir komuna.